Jaja

Skemmtileg umræðan með Þorberg og þjálfaramálin.... einkar skemmtilegt viðtal við afmælismanninn  í fréttablaðinu í dag. Það besta við greinina var samt sem áður myndin sem fylgdi greininni.

Myndin er tekinn þegar leikmenn eru á leið til klefa í hálfleik á móti frökkum að ég held, þetta var allavega rétt eftir að Logi skoraði skeitinn inn af tólf metrum á síðustu sekúndu fyrri hálfleiks...

Nema hvað Þorbergur sá sig knúinn til að hlaupa inn á völlinn og kyssa Loga og er myndin tekinn rétt eftir að kallinn var búinn að klína einum blautum á kinnina á Loga, Kallinn var hinn hressasti og vel rauður í kinnum, held að hann hafi haldið að við værum að fagna B-titlinum, ég er allavega viss um að hann  var ekki að átta sig á því að það væri hálfleikur.... stuttu seinna var honum fylgt aftur upp í palla af öryggisverði.... 

http://www.visir.is/article/20080223/IDROTTIR/102230159

Annars fínn kall, ekkert út á hann að setja. 

kv Vignr 


jám

Átti samtal um barneignir í dag....

 

ég: "Var það gull eða silfur sem þau áttu"

hann:  "Þú meinar gull eða brons"

ég: "brons, ég hélt það væri strákur gull, stelpa silfur"

hann: "nei strákur gull, stelpa brons"

ég: "hvað varð þá um silfrið"

hann: "silfrið er þroskaheftur strákur" 

 

kv Vignir 


jámm

Jæja núna er ég loksins búinn að stofna hljómsveit... er í tveggja manna bandi. Héldum okkar fyrstu æfingu í kvöld og gekk bara nokkuð vel, þrátt fyrir að okkur vantaði trommuleikara, en við skiptum söng, gítar og bassa bróðurlega á milli okkar.

Við byrjuðum kvöldið á að fá okkur létta pasta að borða, vildum ekki borða neitt þungt í magann fyrir æfinguna. Á meðan við borðuðum ákváðum við hvaða lög við ætluðum að æfa og hvaða strauma og stefnur við ætluðum að tileinka okkur í lagavali og lagasmíðum.

Æfingin byrjaði frekar brösuglega en þegar við vorum búnir að rúlla í gegnum eitt lag með the Srokes og  eitt Deep Purble þá small eitthvað... eftir það var það gríðarleg spilagleði sem skein í gegnum alla limi líkama okkar við spiluðum hvert lagið á fætur öðru og ekkert gat stoppað okkur.... við vorum eins og Plant og Page, Paul og John, Bono og Edge, Meg og Jack, Flae og Frusciante, Justin og Timbaland... já nóttinn var ung og okkar.... morgundagurinn var glæsilegur rokkferill... draumarnir geta ræst.

Við stefnum að því að spila Guitar Hero aftur á morgun

kv Vigni Funk 


jamm

Það hefur aldeilis verið gestkvæmt hér í sveitinni undanfarið, mamma og pappi voru hjá mér í rúma viku og mai kíkti síðustu helgi. Hressandi að fá fólk í sveitina eins og alltaf.

Ég og mai skelltum okkur á kynlíf-sýningu eða hvað sem það heitir í Esbjerg... ég reyndi að draga gömlu hjónin með en það gekk ekki, skil ekki afhverju.... nema hvað þetta var svona með því subbulegra sem ég hef séð.... var einhvernvegin þannig að manni langaði ekki að snerta neitt þarna inni svo bætti ekki úr sök að sjá ógeðisdani labba um með fulla poka af leikföngum.... sumir hlutir vill maður bara ekki sjá....

Annars þakka ég fólkinu fyrir heimsóknina.

Fór á tónleika í Esbjerg síðustu viku með hinu stórskemmtilega danska bandi Figurines... tónleikarnir stóðu undir væntingum og voru hin prýðilega skemmtun.... set inn myndband ykkur til yndisauka ef ykkur finnst þetta ekki skemmtilegt þá.... þá.... verður bara að hafa það.

kv Vignir 


jamm

jæja krakkar mínir.. nú er ég mættur í sveitasæluna, kom á þriðjudaginn og að sjálfsögðu fylgdu tvær F16 þotur vélinni minni í dönsku lofthelgi. Það var tekið á móti mér af 2 tilvonandi fréttamönnum og þremur misþroska krökkum.... nei nei.

Annars er ekki mikið breytt hérna í Skjernfoss, hárgreiðslustofurnar og ljósastofurnar eru á sínum stað að ég held.. ætla að taka bæinn út á morgun og sjá hvort eitthvað hafi breyst á þessum eina og hálfa mánuði sem ég hef verið í burtu....

Afhverju segist maður vera "í skjern" en " á selfossi"..... "á Grænlandi" en "í Finnlandi" .....eða "á Portugal" en "í Frakklandi".... maður spyr sig... eða er það  Logi sem spyr...

kv Vignir 


jaja

Gleðilegt þetta allt saman.... þið vitið um hvað ég er að tala.

Maður að nafni Na fór á sinn fyrsta AA-fund.... "Ég heiti Na og ég er alkahólisti"........ salurinn segir "Hæ-Na"... þetta fannst mér finndið á 6 kaffibolla í dag, mjög fyndið.... eða ekki... jú mér fannst/finnst þetta fyndið... hahaha.

Annars búið að vera voða fínnt.... jólin og svona... alltaf voða fínnt.

kv Vignir 


Nú fer að styttast í frí og heimför áætluð á 22 des. Hressandi....

Þegar ég var á leiðinni til íslands í jólafrí fyrir ári síðan var ég í samfloti með 2 góðum mönnum. Við vorum allir á leið í frí og stemmingin eftir því. Við komum okkur fyrir í vélinni, ég í gluggasæti og félagarnir í hinum tveimur sætunum. Við rífum upp spilin og byrjum að spila sem gerist ekki ósjaldan á svona ferðalögum.... 

Fljótlega eftir að við erum komnir á loft tek ég eftir að tvær stelpur hinumegin á ganginum eru að horfa á mig og eru eitthvað að hvísla sín á milli. Stelpurnar hafa verið svona 7-8 ára. Þær héldu áfram að kíkja og hvíslast eitthvað. Ég hugsaði með mér að þær væru handboltastelpur og könnuðust kannski eitthvað við mig eða eitthvað...

En allavega á einhverjum tímabili þurfti ég að gera mér ferð á salernið, þegar ég kem til baka eru stelpurnar eitthvað að spjalla við ferðafélagana.... ég kem mér fyrir í sætinu aftur og það er eitthvað glott á drengjunum og stelpurnar stara á mig... þegar ég er sestur segir annar ferðafélaginn jú þetta er hann...

Ég hugsaði með mér jæja nú eru handboltastelpurnar eitthvað að spá.. svo kom yfirlýsingin frá félaganum "jú, þetta er Jónsi".... ég kveikti ekki alveg strax en svo rann það upp fyrir mér, handboltastelpurnar voru ekki handboltastelpur.... heldur voru þær alveg vissar um að ég væri Jónsi í svörtum fötum.....

Restina af ferðinni reyndi ég að lifa mig inn í hlutverkið sem Jónsi og raulaði/flautaði annað slagið þekkta slagara með kappanum...

Annars bara jólin

Þangað til næst
Vignir

kv Vignir 


jájá

Ég segi nú ekki annað en bara "Hjúkked".... var að búin vera spá í þessu lengi, eru þær í þessu út af músíkinni eða liggur eitthvað annað að baki !!!. "Þær geta vissulega sungið  leiðinleg lög en er ekki eitthvað annað sem þær eru að spá í. "Þetta hugsaði ég títt þegar ég var að horfa á þær á tónleikum sem ég hef gert mjög oft...... en staðfestingu fékk ég í dag í fréttablaðinu "Nylon gegn barnaníði" sem er ekkert nema gott mál.... hjúkked.

Nú var ég að koma úr klippingu og hvað haldið þið að hafi gerst.. ég var spurður aftur hvort hún mætti ekki snyrta á mér augabrýrnar (ég skildi hana í þetta skiptið), ég sagði að hún mætti gera það sem hún vildi, hún klippti brýrnar og gott betur en það þá rakaði hún á mér eyrun.... Þetta var ekki sama stelpan og síðast en þetta var á sömu stofu.

Nú er ég farinn að hafa svolitlar áhyggjur af þessu. Það er svona einn og hálfur mánuður síðan ég var í klippingu síðast og aftur fann einhver dönsk-sveita-klippi-belja sig knúin til að klippa á mér augabrýrnar. Hvað er í gangi eiginlega.... ég er kannski laungetinn sonur Bjarna fel... maður spyr sig... eða spyr maður kannski einhvern annan.... ég ætti kannski að spyrja Bjarna fel.... jú eða mömmu... maður spyr sig.

Helvítis sveita pakk

kv Vignir 


jamm

Jæja krakkar mínir fer ekki að koma jólafrí bara fljótlega hmmmm.... er ekki kominn tími á það... maður spyr sig.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband