Nú var ég að koma úr klippingu og hvað haldið þið að hafi gerst.. ég var spurður aftur hvort hún mætti ekki snyrta á mér augabrýrnar (ég skildi hana í þetta skiptið), ég sagði að hún mætti gera það sem hún vildi, hún klippti brýrnar og gott betur en það þá rakaði hún á mér eyrun.... Þetta var ekki sama stelpan og síðast en þetta var á sömu stofu.

Nú er ég farinn að hafa svolitlar áhyggjur af þessu. Það er svona einn og hálfur mánuður síðan ég var í klippingu síðast og aftur fann einhver dönsk-sveita-klippi-belja sig knúin til að klippa á mér augabrýrnar. Hvað er í gangi eiginlega.... ég er kannski laungetinn sonur Bjarna fel... maður spyr sig... eða spyr maður kannski einhvern annan.... ég ætti kannski að spyrja Bjarna fel.... jú eða mömmu... maður spyr sig.

Helvítis sveita pakk

kv Vignir 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú loðni eyrnasnapi giligiligú... mér finnst loðnu eyrun á þér bara krúttleg kallinn minn ekki láta neinn segja þér annað.

Þórir (IP-tala skráð) 19.12.2007 kl. 08:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband