Færsluflokkur: Bloggar

jaháá

Ég er náttúrulega ekki eðlilegur... vorum að koma með rútunni frá Álaborg þar sem við vorum að spila.... ég tók tövluna mína og koddan, settist út í bíl og keyrði heim....

Þegar ég var að opna útidyrahurðina fannst mér eitthvað vannta.....   ég gleymdi s.s íþróttatöskunni minni í rútunni, sem ég þarf eiginlega að nota á morgun.... keyrði aftur þar sem rútan stoppaði en hún var farinn og taskan mín líka... þetta er náttúrulega ekki hægt.

kv Vignir
ninja/hesta-hvíslari


jújú

Dagurinn sem ég ákvað að verða bulla.... Fór í gær til Manchester á sjá Man U spila við FCK í meistardeildinni. Flugum frá Billund beint til Manchester, reyndar var einhver 4 tíma seinnkun á fluginu en við náðum í tíma fyrir leikinn þannig að það skipti ekki máli.

Ég hélt að sjálfsögðu með FCK enda ekki hægt að halda með Man U. Það verður ekki sagt annað en að þetta hafi verið snilld, sátum í miðjum bulluhópnum og tókum virkilegan þátt í látunum. Sungum og trölluðum FCK söngva allann leikinn. Þrátt fyrir 3-0 sigur Man U þá var þetta hrikalega skemmtileg upplifun.

kv Vignir


Jámm

Var um daginn að breyta heimilsfangi mínu í símaskránni.... þá hreytti Matti (skype) því út úr sér að honum hafi alltaf langað að hafa starfsheitið Ninja í skránni... ég setti inn Ninja sem starsheiti... fékk meil daginn eftir um að búið væri að breyta hemilisfanginu en starfsheitið fengi ég ekki...

Ég sendi annað meil og þar sem ég spurði afhverju ég fengi ekki Ninja sem starfsheiti og útskýrði að ég væri með skírteni frá hinum allþjóðlega Ninjuskóla um  að ég væri fullgild Ninja.

Fékk sent til baka að Ninja væri ekki viðurkennt starfsheiti.... ég sendi henni fuss og sveiii, spurði svo hvort ég gæti þá skráð aukavinnuna mínna í staðinn fyrir Ninju..... ég er nefninlega Ninja frá 9 til 17 og svo er ég Hesta-hvíslari á kvöldin og um helgar....  Þetta var fyrir 2 vikum..........    Ég er ekki búinn að fá svar.

Vignir Svavarsson
Ninja/Hesta-hvíslari


jahá

Það er nefninlega það... Við félagarnir hér á Skjernfossi elduðum okkur mat á laugardagskvöldið, sem er svo sem ekkert merkilegt nema fyrir þær sakir að við vorum svona nokkurnveginn búnir að reima á okkur dansskóna og um klukkan ellefu var okkur boðið heim til eins af liðsfélegum mínum, við þáðum það boð og hóuðum á leigubíl.

Við komum heim til þessa leikmanns (hann er ekki íslendingur) um hálftólf. Þá var hann vel ölvaður en konan hans frekar rólegri. Þau buðu okkur inn í stofu þar sem við þáðum veigar og spjölluðum eða við vorum að "hygge" eins og baunin mundi segja. Gestgjafinn var nú orðinn frekar svartur um hálf eitt.....

Stuttu síðar lá hann "sofandi" á stofugólfinu... við hlógum bara að honum og kona hans hristi hausinn en við héldum áfram að "hygge".

Eftir um klukkutíma "svefn" fór félaginn eitthvað að rumska..... hann reisti sig upp eða stóð svona á hnjánum..... við spurðum hvort hann væri orðinn hress.... hann svaraði ekki.....

Á þessu mómenti átti ég von á ýmsu en..... félaginn tók félagann út og pissaði á stofugólfið.... því átti ég ekki vona á... svo gerði hann sig líklegan til að leggjast aftur til svefns.... ekki á stofugólfið heldur í hlandpoll á stofugólfinu... við tókum hann upp og lögðum hann inn í svefnherbergi á meðan konan hanns þurkaði gólfið...

Við fórum stuttu seinna.... Karlinn var ekkert sérlega brattur á æfingu á mánudagin.

Það er nefninlega það

kv Þjálfi

p.s flokkurinn minn var að spila um helgina... við erum taplaus... langbest þjálfuðu 6 ára krakkar í dk


já já

Mæli með að menn verði sér út um kvikmyndina "Hercules in New York" þar sem Arnold nokkur Schwarzenegger fer með aðalhlutverkið. Myndin er síðan 1970 og er fyrsta myndin sem Arnold leikur í.

Hercules in New York er leikstýrð af Arthur Allan Seidelman sem hefur gert meðal annars myndirnar:
Which Mother Is Mine?(1979)
I Think I´m Having a Baby(1981)
Addicted to His Love (1988)
A Friendship in Vienna (1988)
The Kid Who Loved Christmas (1990).

 Einnig hefur hann leikstýrt "Fame" þætti og svo er hann maðurinn á bakvið bestu "Murder, She Wrote" þættina en þeir heita
-Menace, Anyone?
-Murder by Appointment Only 
-School for Scandal
-Murder in the Afternoon
-Murder at the Oasis. (frábær þáttur þar sem ung stúlka er drepinn á Oasis tónleikum svo heppilega vill til að Jessice (leikinn af Angela Lansbury) var á tónleikunum (enda forfallinn aðdáandi) og fer í það leysa þessa undarlegu morðgátu. 

En aftur að "Hercules in New York". hercules_in_new_york
Hinn Guðdómlegi Hercules er orðinn þreyttur á sínu tilbreytingalausa lífi á "Mount Olympus" og byður föður sinn Zeus um leyfi til að fara í frí til jarðar. Beðni hans er neitað. Þrátt fyrir það heldur Hercules til New York í óþökk föður síns. Á jörðunni kemst hann í hann krappann því þar er hann ekki vinsæll sökum hroka hans, hann lemur fjöldann allann af mönnum og dýrum, eftirminnilegt er atriði þegar hann snýr niður Skógarbjörn sem sloppið hafði úr dýragarði.... frábærir tímar.... frábært atriði. Zeus faðir Herculusar kemst að því að hann hafi farið í "frí" til jarðar þrátt fyrir að hann hafi bannað honum það og sendir Nemesis til að sækja hann... en allt kemur fyrir ekki. Nemesis nær ekki að sannfæra Hercules um að koma til baka til "Mount Olympus" og endar myndinn í æsispennandi bardaga- og eltingaleik

 

 

Frábær mynd... frábær leikur... frábært handrit... frábærir tímar, sennilega bestu tímar lífs míns

kv Vignir


jájá

Ég veit ekki með ykkur en þetta finnst mér helvíti töff...


http://hugi.is/forsida/linkunit_launcher.php?contentId=4038231&from=0


Það er alltaf gott að fá mömmu og pabba í heimsókn. Þau hafa þrisvar held ég komið í heimsókn og í hvert skipti sem þau koma þá eiga sér stað ýmsar breytingar á mínu heimili, með og án míns samþykkis... Flestar þessar breytingar hef ég verið sáttur með. Pabba fannst t.d hitamælirinn sem hann keypti og setti upp allveg stórkostlegur, ég var sáttur með hann en get ekki sagt að mér fannst hann jafn æðislegur og pabba.... Breytingarnar hafa yfirleitt ekki verið miklar, en þó alltaf einhverjar.

Skúffan sem ég geymdi plastpoka í var færð einum neðar og keypt voru fleiri glös því mamma drekkur ekki mjólk úr IKEA plastglasi (ekki spyrja afhverju). Það er einn hlutur sem móðir mín hefur alltaf breytt þegar hún kemur í heimsókn og það er hvar hún geymir brauðið.... fyrst þegar hún kom hingað þá bjó hún til svona brauðskúffu, sem ég fann 3 vikum eftir að hún fór. Í annað skiptið sem hún kom þá lá brauðið alltaf á borðinu. Mamma og pabbi voru hér síðast fyrir um það bil mánuði....... í gær fann ég brauð falið bakvið morgunkornið lengst inn í skáp.....

Ég ristaði brauðið og gaf Jeppe það..... hann liggur upp í rúmi og grætur undan magaverkjum.... ég get varla hætt að hlæja að honum..... ekkert eðlilega fyndið að sjá hann liggja þarna sárkvalinn og hálfgrátandi.

kv Þjálfi


jájá

Topp Fimm..... það er alltaf tækifæri til að taka leikinn "Topp Fimm". Ég og Villi vorum að keyra frá Kaupmannahöfn og á leiðinni heim fórum við í Topp Fimm leikinn. Margar skemmtilegar rimmur og hlóum okkur oft á tíðum mátlausa.... ég held ég hafi fyrst tekið Topp Fimm þegar ég var að grafa skurði um árið ásamt félaga mínum (held það hafi verið fljótlega eftir að við sáum High Fedelity), vorum í leiðinlegri vinnu og notuðum Topp Fimm til að drepa tímann... hér eru nokkur dæmi um mína Topp Fimm

"Topp Fimm Geisladiskar".
Blood Sugar Sex Magic - Red Hot Chilli Peppers
Blái diskurinn - Weezer
Grace - Jeff Buckley
Rage Against The Machine - Rage Against The Machine
Illinois - Sufjan Stevens

"Topp Fimm Bíómyndir"
Swingers
Braveheart
Pulp Fiction
Lord of The Rings
Never Ending Story

"Topp Fimm Fólk sem ég þoli ekki"
Sandra Bullock
Anestacia
James Blunt
Phill Nevill
Jeppe

Þetta er ekkert grína að setja saman svona lista... er fullt af plötum sem mér langaði að setja þarna inn, fullt af bíómyndum sem komu til greina og fullt af fólki sem á heima þarna en þetta er Topp Fimm leikurinn. Kommentið ykkar Topp Fimm ef ykkur leiðist.

kv Þjálfi



já já

haha fannst þetta fyndið... (stal þessu af síðunni hanns Adda T sem spilar með Mors) ákvað að deila þessu með ykkur. 

When the Boogeyman goes to sleep every night, he checks his closet for Chuck Norris.

Chuck Norris doesn't read books. He stares them down until he gets the information he wants.

There is no theory of evolution. Just a list of creatures Chuck Norris has allowed to live.

Outer space exists because it's afraid to be on the same planet with Chuck Norris.

Chuck Norris does not sleep. He waits.

Chuck Norris is currently suing NBC, claiming Law and Order are trademarked names for his left and right legs.

Chuck Norris is the reason why Waldo is hiding.

Chuck Norris counted to infinity - twice.

There is no chin behind Chuck Norris’ beard. There is only another fist.

When Chuck Norris does a pushup, he isn’t lifting himself up, he’s pushing the Earth down.

Chuck Norris is so fast, he can run around the world and punch himself in the back of the head.

Chuck Norris’ hand is the only hand that can beat a Royal Flush.

There is no such thing as global warming. Chuck Norris was cold, so he turned the sun up.

Chuck Norris can lead a horse to water AND make it drink.

Chuck Norris doesn’t wear a watch, HE decides what time it is.

Chuck Norris gave Mona Lisa that smile.

Chuck Norris can slam a revolving door.

Chuck Norris does not get frostbite. Chuck Norris bites frost

Remember the Soviet Union? They decided to quit after watching a DeltaForce marathon on Satellite TV.

Contrary to popular belief, America is not a democracy, it is a Chucktatorship.

What’s known as the UFC, or Ultimate Fighting Championship, doesn’t use its full name, which happens to be “Ultimate Fighting Championship, Non-Chuck-Norris-Division”.

Google won't search for Chuck Norris because it knows you don't find Chuck Norris, he finds you.

Q: How many Chuck Norris' does it take to change a light bulb? A: None, Chuck Norris prefers to kill in the dark.

Chuck Norris is the reason why Waldo is hiding.


júogjá

Það var allþjóðlegur þrif-dagur hér í Skjern... ryksugað, þurkað af og skúrað..... Ég er maður mikills svita og við þessi átök mín í dag náði ég að missa ein 8 kíló.... vökvatapið bætti ég upp með því að fá mér 2 kalda yfir leikjum kvöldsins, grínlaust þá svitnaði ég eins og lúða í kirkju... (sem er allveg hellingur)

Ég sá Liverpool leikinn í gær og hélt það væri ekki hægt að spila mikið leiðinlegri fótbolta þangað til ég horfði á FCK-Benfica í kvöld... þvílík leiðindi... það hefði nánast verið skemmtilegra að vera heima með Jeppe.... nei... ég er feginn að ég horfði á fótbolt.

Ég reyndi aðeins að auka skemmtanagildi fótbolta með því að leggja peninga undir. Sumir hefðu farið hina hefðbundu 1X2 leið, ekki ég.... ég ákvað, ásamt fleirum að veðja á að það yrðu yfir 10 hornspyrnur í leiknum (það er hægt að veðja á allt hérna í baunalandi). Fyrstu mínúturnar voru æsispennandi... ég reyf mig upp úr sófanum trekk í trekk, ekki vegna margra markafæra.....  heldur var ég að vonast eftir hornspyrnum.... Ég tapaði pening, hornspyrnurnar vour 6 í einhverjum leiðinlegasta fótboltaleik sem ég hef séð lengi (hann endaði 0-0)

Hamar, steðja og ístað  eru að dans við Jim Noir og plötuna hans "Tower of Love", skemmtilegt allt saman, voða gaman. 

kv Vignir


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband