Færsluflokkur: Bloggar

Ég er að fara að smíða mér sófasett og ætla ég að gera því góð skil hér á blogginu... smíðar hefjast vonandi á morgun og ætla ég að henda inn myndum af gangi mála. Það er búið að stofna fyrirtæki í kringum þessa sófasmíðar mínar og má búast við að sófinn fari í fjöldaframleiðslu í sumar og ég græði milljónir.... já milljónir.

IMG_2662

 

Hér sjáið þið teikninguna af sófanum en hann er teiknaður af hinum heimsfræga innanhúsarkitekti Zen Luppé

 

 

 

 

 

 

 

Já það verður fjör á Violvej 12, Jeppe er búinn að bjóðast til að hjálpa mér við smíðarnar og hefur hann ekki verið svona spenntur síðan Olsen bræðurnir keyrðu í gegnum bæinn. Ég ætla nú að leyfa honum að hjálpa eitthvað til, rétta mér hamarinn og borvélina og svoleiðis..... kannski maður smelli mynd af okkur félögunum við vinnuna.... alldrei að vita.

Picture 1

 

þetta er fyrirtækið sem ætlar að fjöldaframleiða sófan ásamt framleiðslu á hinum ýmsu húsgögnum.

 

kv Vignir 


jújú

jæja nú er maður kominn í sveitasæluna hér í skjernfossi. Ekki miklar breytingar hér á bæ, eitt nýtt hús í bænum og búið að loka einni sólbaðstofu (ef það skiptir einhvurn máli þá verður hún opnuð á nýjum stað í næstu viku). Það hefur s.s sama og ekkert breyst hér á þessum eina og hálfa mánuði sem ég var í burtu..... enda kannski ekki við öðru að búast.

Þegar ég kom heim var einhver helvítis lykt inn í íbúðinni minni.... ég var hræddur um að eitthvað væri að lifna við í ískápnum á þessum eina og hálfa mánuði sem ég var í burtu....  ég náði í 3 járnið úr gólfsettinu og opnaði ískápinn varlega og búinn undir það versta en ekkert gerðist. Lyktinn kom ekki úr ískápnum.... þar næst athugaði ég hvort ég hefði ekki tæmt kaffipokann úr kaffikönnunni... það var allt tómt og lyktin ekki þaðan.

Ég því næst fór ég inn á bað (með 3 járnið) og fann að lyktin var hvað sterkust þar. Ég leit ofan í klósettið, slekti setuna og þefaði ofani í dollunni en allt var í fínasti lagi. þá er mér var litið í átt að þvottvélinni og sé að út um hálf opna þvottavélshurðina stara á mig ill rauð augu....

kv Vignir 


jájá

Nú er ég staddur í þýskalandi, voða gaman. Er búinn að vera að blogga svolítið á íblíðuogstridu.is en það er eflaust meira bull heldur en ég hef nokkurtíman skrifað hér. Ég ákvað í einhverju mógi að blogga á þeirri síðu sem tannburstinn minn... held að það sé enginn að ná þessu, sem er líka ætluninn en mér finnst þetta fyndið.

Annars lítið nýtt.... er að missa mig yfir plötu með hljómsveit sem heitir Midlake, The Trails of Van Occupanter heitir platan og var ég búinn að verða mér út um hana fyrir löngu en hún greip mig ekki allmennilega fyrr en í þriðju eða fjórðu hlustun..... gott kaffi hér á ferð, jafnvel eitt af því besta sem ég hef rekist á í langan tíma.  Hér er myspace síða þeirra félaga http://www.myspace.com/midlake.

Svo er það hann Chris Gerneau sem var að gefa út plötuna Music for Turists, er ekki búinn að heyra hana alla en það sem ég hef heyrt er virkilega gott og fallagt.

Setti lög með þessum tónlistarfólki í spilarann hér til hliðar.... veit ekki hvort hann virkar.... endilega látið mig vita ef hann virkar ekki.

kv Vignir


já já

Nú er maður kominn heim í blíðuna..... voða ljúft.

Hvernig stendur á því að það er ekki hægt að taka bara framúr á vinstri akren....

Blokkir eru ekki blokkir meðal blokka nema að vera með samlita-seríur á öllum hæðum....

Bensínverð lækkar allstaðar nema á íslandi.....

Bíó-miði kostar enn 800 krónur eftir að hann var hækkaður úr 550 krónum þegar gengið á dollaranum var 120...

Hvar er fuglaveikin, komst hún til íslands, hvar endaði veikin, hverjar voru afleiðingarnar og hvað varð um allt fría fuglakjötið...

Vill enginn hvísl í jólagjöf...

kv Vignir


jújú

Það var kalt úti í dag þannig að ég tók til í húsi....
Eyddi helming af degi að henda gömlum hlutum.... 

Nú styttist í jólafrí... sem er allveg kærkomið, maður er einhvernveginn alltaf kominn með ógeð á þessum tíma og engin undantekning á því þetta árið.

Var í julefrokosti á laugardaginn, tók lagið, með buxurnar á hælunum... ég veit ekki hvað það er með mig en ég virðist vera með mikla strípihneigð þegar ég er viss "hress"..... ætti kannski að tala við einhvern um þetta eða bara sleppa því.

Jeppe kíkti í heimsókn til mín í síðustu viku með kærustuna með sér... þau eru ólétt og eiga von á sér í byrjun febrúar. Jeppe er himinlifandi með þetta.... verst að barnið er ekki hans og hún ætlar greinilega ekkert að segja honum frá því.... hann verður hissa þegar hann sér hálft tyrkja-barn á fæðingardeildinni.... ég ætla að reyna vera á svæðinu og taka þetta upp á video.... verður ógleymalegt móment.... allveg ógleymanlegt..

Meðan ég man.... Hvar er fuglaveikin??

kv Vignir


jájá

Mér er meinilla við trúða og finnst dagur rauða-nefsins ekki sniðugur.

kv Vignir


jámm

Var að koma úr einhverri voða spa stöð hérna rétt hjá. Voða fínn staður fengum nudd, boðið var upp á kaffi og ferska ávexti að vild... en það er ýmislegt við þetta spa sem var ekki allveg nógu hressandi... t.d heiti-potturinn sem danirnir héldu ekki vatni yfir.... var bara alls ekki heitur... þetta var meira svona volgur-pottur... gufurnar voru svona í slakari kanntinum og það var allt of bjart þarna inni.... en annars ágætis tilbreyting og gott að vita af þessum stað.

Nuddið sem ég fékk, átti að vera hálftíma slökunarnudd... byrjaði á bakinu á mér, sem var bara fínnt  nema að slökunardiskurinn sem var í spilaranum var rispaður og konan sem var að nudda mig virtist allveg standa á sama, mér stóð ekki á sama, hvernig er hægt að slaka á þegar maður heyrir rispaðan disk... ég spyr 

Svo var mér sagt að snúa mér sem og ég gerði... hún nuddaði á mér bringun og axlir... svo stóð hún við hausinn á mér og var að nudda á mér hnakkann og hálsinn... nema hvað ég ligg með lokuð augun og er að njóta nuddsins þegar einhver dropi dettur á ennið á mér..... ég þorði ekki að opna augun en hef dregið þá áliktun að hún hafi annaðhvort svitnað svona við nuddið eða þá að hún hafi einfaldlega slefað á mig....

Hvað er það, má það... það er allavega ekki málið að 50 ára kona slefi á mann þegar hún er að nudda mann....   Hún hefði allveg eins getað hrækt framan í mig og kallað mig skítuga hóru....  ég er vignir, ég er skítugur, ég ætla í langa heita sturtu.

Vignir hvísl
Afhverju að tala þegar
þú getur hvíslað....


jújú

Og hvað er svo nýtt í þessu.... hmmmm... var að horfa á kassan um daginn og komst að því að besti sjónvarpsþáttur er Extreme Makover - Home edition.... hver fær ekki tár í augun þegar þegar allir öskra "move that truck" og allir öskra og hoppa af gleði.... eða þegar þáttarstjórnendurnir eru að segja frá hvað fólkið sem þeir eru að byggja húsið fyrir eiga bátt.... verður ekki beta.

Var bent á góða síðu um daginn þar sem þú getur horft á sjónvarpsþætti án þess að downloada þeim... mikill tímaþjófur... http://tvlinks.voodeedoo.org/ njótið.

Ætla að skella mér til kaupmannahafnar næstu helgi... og vitir menn Teitur að spila. Er að spá í að skella mér, það yrðu þá 4 tónleikarnir sem ég fer á með honum á innan við einu ári.... þetta er orðið svolítið vafasammt.... ætli ég sé skotinn í honum.

Er búinn að fá allgjöra neitun á að vera ninja í símaskránni..... fæ heldur ekki að vera hesta-hvíslari.... er að spá í að reyna hamstra-hvíslari næst eða bara hvíslari..... það gæti verið sniðugt...... "maðurinn sem hvíslar bara".... 

Hér er Auglýsingin fyrir hvíslarann: (lesist eins og það sé verið að hvísla) "vilt þú hvísla.. viltu hvísla leyndarmáli... viltu hvísla einhverju í eyrað þeim sem þú elskar" ??? (lesist venjulega) "Nú hringdu þá í hvíslarann, hann hvíslar hvað sem er gegn vægu gjaldi" svo kemur mynd af mér hálf nöktum á bjarnarfeld,  (ég hvísla), "Hverju vilt þú Hvísla".... (venjuleg rödd) Við erum við símann núna. Símanúmerið birtist á skjánum 51-Hvísl ....... og auglýsing búin..... gæti slegið í gegn en maður veit alldrei. 

Það er nefninlega það..... svo að lokum er ég dottinn í einhvern hipp hop - techno ham vanntar meira, meira, meira, búmm, búmm, búúúúmm, let me hear you say eeeeeeeeeooooooooooo, eeeeeeeeeooooooooo.

kv Vignir Hvísl


jáhá

Eitthvað er nú þessi tónlistarspilari að klikka hjá mér.... en ég vonandi kem því í lag einhvertíman við tækifæri.

Er að fara til Belgíu á eftir og alldrei þessu vannt förum við með rútu..... en ferðin verður bara 10 tímar í þetta skiptið.... ekki 26 tímar eins og ítalíu-ferðin í fyrra.

Þessi ferð er nokkuð merkileg, við erum að fara að spila við hið Belgíska stórveldi Sasja HC... nú spyrja sig eflaust margir, er þetta lið eitthvað tengt hinum goðsagnakenda lærimeistara mínum Sasha,  Alexander Shamkutsh, hlunnkur 1, Rússavagninn (ekki jeppinn), hvítrússinn, þessi með bolinn upp á bumbu eða bara þessi fulli.... svarið er einfalt... JÁ

Sasja HC var stofnað árið 1958 af Alexander Shamkutsh. Þá var ekki um handboltalið ræða heldur var þetta eins manns drykkjufélag.. HC stoð fyrir "Da Pozdravlyayu" sem þíðir "já til hamingju" og er þá verið að meina að það er alltaf ástæða til að fagna... sem er ákveðið lífsspeki sem Sasha lifir eftir. Um mánuð eftir stofnun félagsins  fóru fréttir af félaginu að spyrjast út og meðlimir fjölgaði ört.

logo_Sasja

Við einhvern fögnuðinn fór Sasha að kasta tómum dósum í gegnum hurðir í félagsheimili klúbbsinns... og fékk um leið hugdettu, um að stofna handbolta lið...... Síðan eru liðin mörg ár og mörg fagnaðarkvöld hafa verið haldin þó þeim hafi óneytanlega fækkað við það að Sasha eða Sjússi eins og hann er kallaður í Belgíu sleit sig frá félaginu. Sjússi býr nú í þýskalandi og hefur slitið öll tengsl við félagið og hreynlega neitar tilvist þess.... En hjá Sasja HC er "þessi fulli" í guðatölu og talinn með merkari mönnum Belgíu.... og hana nú.

kv Vignir


jaaahá

Mig hefur alltaf dreymt um að vera rokkstjarna.... þegar ég var 14 ára (lítill og vel í holdum) var ég moggastrákur, bar út moggann samviskusamlega hvern morgun og fékk fyrir það pening. Peningunum safnaði ég til að geta keypt mér Trommusett...

Ég keypti mér trommusett og byrjaði að æfa mig... Stofnaði hljómsveit með vinunum og héldum æfingar reglulega... Hljómsveitin hét The Dizzy Mint Family.... ekki ónýtt nafn þar á ferð.... átti reyndar fyrst að heita The Gay Boys and The Dizzy Mint Family en ákveðið var eftir stíf fundarhöld að sleppa fyrrihluta nafnsinns. Við æfðum eins og við værum að fara að slá í gegn á hverri mínútunni

Fyrstu tónleikarnir voru fyrir fjölskyldur okkar, við fengum efrhæðina á íþrótthúsinu við strandgötu lánaða og tróðum upp við mikinn fönguð. Næstu tónleikar voru í grunnskólanum okkar þar sem við spiluðum á bleyjum og í skyrtum afþví að við vorum svo flippaðir.... spiluðum á nokkrum tónleikum á vegum hafnarfjarðarbæjar.... svo einvherju seinna hættum við, fjarðapósturinn gerði ítarlega úttekt á sögu hjómsveitarinnar og leiðari morgunblaðsins fjallaði eingöngu um hljómsveitina. Í Mogganum var meðal annars sagt "Bjartasta von íslands hefur ákveðið að hætta, sorgin sem ríkir inn á fréttastofu morgunblaðsins er ólísanleg, helmingur starfsmanna sá sér ekki fært að mæta í morgun sökum sorgar"

Síðan þá eru liðin mörg ár, ég er búinn að stækka aðeins, ekki lengur með eyrnalokk, hættur að safna hári eins og Kurt í Nirvana og búinn að selja trommusettið og kaupa mér gítar....

Nú held ég reglulega tónleika fyrir sjálfan mig, spila eða reyni að spila á gítar og syng eins og ég sé Maria Carrey, stefnan er tekinn á að sigra heimin sem rokkstjarna um leið og ég er hættur að nenna handbolta.. ég gæti orðið með stærstu tónlistarmönnum íslands.... og þá meina ég að það eru ekki margir yfir 196 á hæð....

Hér til hliðar er ég kominn með tónlistarspilara.... voða voða sniðugt. Þessi lög sem eru þar núna eru bæði fengin eftir ábendingar frá manninum á Bifröst. Stefni á að bæta inn ljúfum tónum þegar mér henntar og hana nú!!!

kv Vignir
Ninja/Hesta-hvíslari/Rokkstjarna


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband