Færsluflokkur: Bloggar
Mánudagur, 11. september 2006
jahá
Tap í fyrsta leik og engin heitur pottur.... Held ég hafi ekki verið búinn að kasta því fram hér en ég og formaðurinn gerðum smá veðmál... eða kannski ekki veðmál. Ég er búinn að vera að segja við hann núna í eitt ár að það vannti heitan pott fyrir liðið og að garðurinn minn sé kjörinn geymslustaður fyrir pottinn. Hann var búinn að lofa því að ef við mundum vinna fyrstu 3 leikina í deildinni þá mundi hann kaupa pott fyrir okkur "strákana" og potturinn yrði staðsettur í garðinum mínum...... við töpuðum fyrsta leik = enginn pottur... en ég er ekki búinn að gefast upp, það kemur pott.... vonandi.
Önnur æfing mín sem þjálfari í dag. Ég tók Jeppe með til að sýna krökkunum hvernig þau eiga ekki að vera. Svipað og þegar Gissur lögga kom með fyrverandi fíkil í grunnskólana og fíkillinn sagði hrillingssögur af neyslu sinni.... Jeppe sagði sögur af sér sem handboltaspilara og hvernig hjarta hans hefði brotnað ítrekað á síðasliðnum árum... krökkunum var nú ekki skemmt, hræktu á hann og spörkuðu í sköflunginn á honum þar til hann hröklaðist út með tárin í augunum. Ég kom heim 1 tíma seinna og hann var enþá vælandi.
kv Þjálfi
ps. hefur einhver séð rauðu skóna hans Kristjáns... Kristján býr í Fredericia og týndi skónum sínum fyrir 3 vikum..... þeir eru nýjir og rauðir.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Fimmtudagur, 7. september 2006
jájá
Afhverju getum við ekki bara unnið Dani... Djöfull var svekkjandi að horfa á þennan helv... leik og þurfa á hlusta á hrokann í dönsku þulunum. Þetta á ekki eftir að batna þegar ég fer á æfingu á eftir svo tapaði ég nokkrum hundraðköllum á leiknum... en danir eru aumingjar, það er póllinn sem ég ætla að taka "láu í jörðinni og voru vælandi meirihlutan af leiknum".... eitthvað verður maður að segja.
Peter, Björn and John eru svíar. Þeim er búið að hrósa víða á veraldarvefnum. Var að komast yfir plötu þeirra "Writer´s Block" og þeir eiga svo sannarlega þetta hrós skilið, þrælskemmtilegt hraðlyftupopp þar á ferð.
Horfði á "The Devil and Daniel Johnston", mæli eindregið með þessari mynd. Geðsýki og góð tónlist. Kom mér á óvart hvað var mikið af gömlum videoum og upptökum af samtölum með Daniel, þar sem maður sá og heyrði hann verða geðveikari og geðveikari.... skyldu áhorf.
kv Þjálfi
p.s hvað varð um fuglaveikina??? Er hún ekki lengur hættuleg eða er hún bara dottinn úr tísku hjá fjölmiðlum heimsins!!!... Ég spyr..... eða spyr maður einhvern annann? Maður spyr sig!!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Miðvikudagur, 6. september 2006
jájá
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Mánudagur, 4. september 2006
jájá
Þjálfarinn er nýja nafnið mitt og vil ég byðja ykkur öll um að ávarpa mig sem þjálfarann hér eftir.
Alla mína stuttu lífsleið hef ég gert allt til að komast hjá því að þjálfa.... hef forðast það sem heitan eldinn. Sökum þess að ég ekki lyga-hæfur á dönsku, þá gat ég ekki logið mig útúr því að þjálfa einusinni í viku.
Fyrsta æfingin var í dag... gekk ágætlega. Við erum tveir að þjálfa og allir 8 krakkarnir höguðu sér þokkalega. Stutt kynning og svo tekið nokkrar boltaæfingar. Næsta æfing verðu útihlaup og lyftingar, svo tökum við fituprósentu-mælingu og "inteval-hlaup" á æfingunni eftir það svo verður farið í að fínpússa varnarleikinn og farið yfir kerfin...... í lok vetrar verður þetta bestu þjálfuðu 6 ára krakkar á landinu.
Fór á The Rolling Stones á sunnudaginn. 85 þúsund manns í Horsens og þvílíkann mannfjölda hef ég bara ekki áður séð á svona litlu svæði. Tónleikarnir voru glæsilegir og gömlumennirnir vita klárlega hvað þeir eru að gera, greinilegt að þetta var ekki í fyrsta skiptið sem þeir voru að gera þetta.... en gæti verið í síðasta, hver veit!!!
kv Þjálfarinn
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Þriðjudagur, 29. ágúst 2006
jájá
Ég var að gera gríðarlega uppgvötun í matargerð... bjó til dýryndis samloku áðan, sem saman stóð af ristuðu brauði, osti, pesto og graflax. Ég bjóst nú ekki við miklu enda hafa svona tilraunir hjá mér oft farið beinnt í ruslið, en í þetta skiptið þá smakkaðist þetta líka svona rosalega vel og ég býst við að gera lokuna aftur.
Þessi samlokugerð mín minnti mig á þegar ég gerði hina umdeildu pizzu-böku. Þar var ég allgjörlega á heimavelli, nýbúinn að eignast blender og átti slatta af kaldri pizzu...... (ég veit þetta hljómar ekki vel, en mér fannst þetta þræl góð hugmynd á sínum tíma) Ég smellti sneiðunum í blenderinn ásamt osti og smá pizzasósu, skellti þessu svo öllu í eldfast mót, setti ost yfir og hennti þessu inn í ofn.
Ég skil eiginlega ekki hvað fór úrskeiðis... pizza er góð, ostur er góður, pizzusósa er fín, hvernig getur þetta klikkað.... kannski var málið að þetta var eins og að borða pizzu sem einhver annar var búinn að tyggja fyrir þig...... ekki ósennilegt, allavega þá var þetta smakkað og svo var restinni hennt.... ég prófaði allavega.
Var að spila NBA live við villa á ps2, held ég hafi alldrei upplifa aðra eins niðurlægingu. Ég á leikinn en hann er búinn að vera með hann undanfarinna daga og segist ekkert hafa spilað hann. Við setjumst í sófann og kveikjum á sjónvarpinu, byrjum leikinn og hann rúllar yfir mig. Ekki einu sinni, ekki tvistvar..... heldur fjórum sinnum. Eftir fjórða tapið rauk ég út í fússi, ég var brjálaður, kom heim og lamdi Jeppe til óbóta. Hann liggur í blóði sínu í gestaherberginu og grætur.
kv Vignir
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Miðvikudagur, 23. ágúst 2006
jájá
Ed Hardcore er að gera það gott fyrir mig þessa dagana platan "Beautiful lie" hljómar títt í græjum mínum...
Hef mikla þörf fyrir ótakmarkað og allgjörlega stjórnlausa skemmtun, veit ekki allveg hvað er í gangi en það er eitthvað sem kallar á "hið ljúfa líf" eins og ákveðnir formenn segja.
Er búinn að vera ofboðslega duglegur að spila á gítarinn minn undanfarið, menn hafa verið að tala um að ég minni svolítið á Pete Townsend þegar ég er í ham, nei það er lýgi. Ég er lélegur en ég er að verða betri...
Íslandsferðin gekk vonum framar, gott veður, tóm hamingja og mikil skemmtun. Baunirnar voru yfirsig hrifnar af landi og þjóð...
kveðja Vignir
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Föstudagur, 11. ágúst 2006
jájá
Lítið nýtt í þessu fyrir utan að ég er orðinn pabbi, ég vann milljón dk kr í lottó, er búinn með kornfleksið, var að kaupa mér íbúð og er að fara að gifta mig..... nei nei allt lýgi nema kornfleksið (þarf að fara að versla).
Er búinn að vera æfa á fullu, svona hefðbundið undirbúningstímabil. Miklar harðsperrur og mikil þreyta en þetta fer að róast. Það er æfingamót hér í skjern um helgina og við eigum leik á laugardagsmorgni kl 9. Ég er nú ekki þekktur fyrir að vera mjög ferskur á morgnanna og er ég því búinn að vera að undirbúa mig núna í 8 daga fyrir þessa skemmtulegu morgunstund.
Við hér í Skjern erum svo á leið í æfingarferð til íslands á mánudaginn. Við verðum á landinu í um eina viku. Fyrstu fimm dagarnir fara í æfingar laugarvatni og svo verður rúllað í bæinn á föstudeginum til að spila við Hauka, (sem ég er nokkuð spenntur fyrir). Ein æfing á laugardeginum og svo er frjáls tími ??? fram að brottför sem er í hádeginu á sunnudeginum.......
Helvítis baunirnar eru mjög spenntar fyrir íslandsferðinni og hafa ófáar spurningar um land og þjóð verið spurðar á síðastliðnum vikum... smá vonbrigði hvað þetta eru leiðinlegar spurningar sem ég hef fengið, var að vonast til að einhver mundi spyrja að einhverju fáranlegu, þá hefði ég ástæðu til að sparka í sköflunginn á spyrjandanum og hlaupa í burtu... en það er búinn að vera draumur hjá mér lengi, þ.e.a.s sparka í sköflunginn á baun og hlaupa í burtu.....
Ég er búinn að koma Jeppe fyrir í pössun hjá nágranna mínum, hann er allveg æfur yfir því að fá ekki að koma með og segist ætla að kaupa sér miða og elta mig til Íslands sem ég vona að hann geri ekki, því leiðinlegri mann er ekki hægt að hugsa sér...
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Laugardagur, 5. ágúst 2006
jaaahááá
já langt um liðið......
Nú var haldin árleg landbúnaðarsýning í Börk havn, um tíu þúsund manns létu sjá sig á svæðinu. Nýjustu Traktorarnir og þessi helstu landbúnaðar tæki voru til sýnis til blands við hinar ýmsu hljómsveitir sem spiluðu fyrir fólkið. Vignir gat nú ekki látið sig vannta á svona landbúnaðarskemmtun, gúmmítúttturnar og lopapeysan voru rifin upp úr skáp fortíðarinnar og haldið var á ball.
Börk havn skilaði góðri skemmtun þetta árið (þetta er annað skiptið sem ég fer) Teitur (færeyingur) góðvinur minn, spilaðið fyrir allt of fáu fólki í allt of stóru tjaldi með hreynlega allt of góða tónleika. Einnig sá ég Kasmhir sem voru nokkuð sprækir þó svo að ég væri ekki nóg vel að mér í þeirra tónsmíðum
Jeppe er kominn til Skjern aftur, mætti heim til mín eitt miðvikudagskvöldið, allsber og ofurölvaður. Ég gat nú ekki annað en að hleypa greyinu inn og leyfði honum að gista í gestaherberginu eina nótt..... hann er búinn að vera þar síðan ( þetta var á þriðjudaginnn í síðustu viku)....... er að spá í að myrða hann...
yfir og út
Vignir
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Mánudagur, 26. júní 2006
Lost Rambó
Lost. Var að klára aðra seríu af Lost og ég er reiður. Það virðist sem þessi þáttur geti endalaust reynt á þolmörk mín varðandi sjónvarpsþætti, en sammt get ég ekki hætt að horfa. Fylgdist með fyrstu seríunni og var alltaf að bíða eftir svörum við öllum þeim spurningum sem vakna við áhorf á þessum þáttum, t.d. hvað varð um skrímslið og afhverju var ísbjörn á þessari eyju, eru skrímslið og ísbjörnin bara búin að hittast og eru búinn að loka sig af inn í einhverjum helli og eru að njóta skrimsla/ísbjarna ásta. Hver eru "Hitt fólkið" og þurfa þau virkilega að slá inn þessa talnarunu..... maður spyr sig......
Eftir að vera búinn að horfa á seríu tvö og fleiri ósvaraðar spurningar hlaðast upp, þá hef ég komist að þeirri niðurstöðu að handritshöfundar þessara þáttar hafa ekki hugmynd um hvert þeir eru að fara með þetta eða hvað þeir eru að skrifa.... þeir eru mjög líklega á eiturlyfjum............ við skulum bara slá því föstu að þeir eru fíklar sem eru ekki að á eiturlyfjum til að gleyma heldur til að skrifa næsta þátt....... fávitar. Ég lofa sjálfum mér því að ég ætla ALLDREI aftur að horfa á annann þátt af fallega fólkinu sem er fast á skrítnu eyjunni, þar sem "hitt fólkið" er og veika fólkið læknast... ALLDREI..... en alldrei segja alldrei.
Er núna búinn með allar Rambó myndirnar og þar er sko ekkert verið að flækja hlutina. Það er bara Rambó á móti vonduköllunum (sem eru yfirleitt Rússar) svo er þetta bara spurning um hvað Rambó drepur marga og hvernig og kallinn hann Rambó vinnur alltaf fyrir rest, þó stundum er það ansi tæpt. Kann að meta svona bíó þegar maður er búinn að vera að berja hausnum í vegg eftir hvern einast Lost þátt.
kv Vignir
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Laugardagur, 24. júní 2006
jújú
Tóm hamingja í sveitinni, er að fara í einhvern skanna á þriðjudaginn til að athuga hvort ég þarf að fara í speiglun á hné, ef ég þarf að fara í speglun þá gerist það á miðvikudaginn og ég fer til íslands á fimmtudaginn. Vona eiginlega að ég þurfi að fara í speiglun, þá ætla ég að láta keyra mig um á svona bíl á flugstöðinni, eins og ömmurnar sem koma brunandi framhjá manni á meðan maður röltir þetta sveittur eftir göngum flugstöðvarinnar.
Fékk Rambó safnið á DVD í afmælisgjöf frá Nonna og Villa, horfði á "Rambo First blood II" í gær og ég verð að segja að þetta er einhver sú all besta mynd sem ég hef séð lengi. Fullt of ofbeldi og hlutum sem springa upp í loftið án mikillar fyrirhafnar og þá meina ég springa ekki eitthvað smá heldur allveg slatta.....BBBBAAAAANNNNNNNNNG
Er að fara til Árhus í kvöld, ásamt góðum mönnum. Ætlunin er að versa smá, fara eitthvað gott að eta og kíkja svo á kráarmenninguna.
kv Vignir
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)