Færsluflokkur: Bloggar
Þriðjudagur, 14. ágúst 2007
jáú
Horfði á Blood Sport um daginn, hvað er hægt að segja... þetta er sennilega besta/versta mynd sem ég hef séð lengi.. uppfull af lélegum onelinerum og slökum bardögum en ég skemmti mér konunglega yfir þessari ræmu.
Stórkostlegir hlutir að gerast í bakarísmálum hérna í skjern. Það voru 2 bakarí í bænum en nú er annað þeirra hætt og samkeppnin því eingin í rúnstykkjabransanum. Gárungar í bænum tala um að gæði rúnstykkjanna hafa versnað svo um munar, þeir segja einnig að rúnstykkin sem seld eru séu ekki einusinni bökuð á staðnum heldur bökuðu í Tarm og flutt til skjern.. þetta ástan í bænum hefur skapað mikinn óróa meðal íbúða og má búast við því að þetta verði eitt af "stóru málunum" í næstu bæjarstjórnarkosningum, en kosningarnar eru í ágúst 2009.
Ég hef nú verið þekktur fyrir að baka svona við og við. Hef hennt í nokkrar bollur annað slagið og verið duglegur að skella í kökur fyrir kökubasar kvennfélags skátana. Svo hef ég nokkrum sinnum mætt með heit rúnnstykki á morgunæfingar fyrir strákana, því eins og allir vita er ég mikill morgun hani og finnst gott að nýta tímann á morgnanna til þess að baka. Allveg kjörið að nýta tímann.
Nú er komið að því að ég finn fyrir mikilli pressu frá bæjarbúum... já ég sagð pressu, það er góður meirihluti sem vill að ég kveiki á ofninum og fari að spila vinstri skyttu.
kv Vignir
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Fimmtudagur, 9. ágúst 2007
jújú
það er víst bara tómt allar helgar á Crazy Daisy, allir dans-fíklarnir virðast vera farnir út að hjóla...ekki það að ég hafi farið þangað, þetta er maður bara að heyra.
Var að horfa á Commando með Arnold sjálum og ég er ekki frá því að þetta sé einhver sú besta mynd sem ég hef séð í langan tíma.. og svo ég tali nú ekki um hvað kallinn er fallegur, hnittinn og í alla staði frábær leikari.
Sumarfrí sem var í alla staði stórskemmtilegt er víst búið og þetta helsta tekið við....
byð að heilsa
Vignir
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Miðvikudagur, 23. maí 2007
jú
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Fimmtudagur, 10. maí 2007
já já
Við höfum 3 félagar ákveðið að stofna svona léttan tónlista mail-lista, þar sem menn skiptast á að senda hin og þessi lög og jafnvel smá fróðleik um hljómsveitina eða tónlistarmanninn. Þeir sem hafa áhuga á góðri tónlist í öllu formi og vilja fræðast og deila með öðrum geta fengið að vera með. Ef þú hefur áhuga þá skildu eftir comment með meilinu þínu eða sendu mér meil á svignir@gmail.com.
Annars er ég með harðsperrur og verki í öllum líkama.... það hefur víst einhver áhrif á form að gera ekki neitt í 14 daga nema að láta sér líða vel, en hvað um það, erfiðar æfingar eiga eflaust eftir að skila sér seinna eða það segja þeir allavega... það er kannski ekkert að marka þá.... hverjir eru annars þessir þeir... hvaðan koma þeir.... eru þeir stórir....kannski vita þeir ekki neitt... ég spyr... á ég að spyrja þá.... spyr maður kannski einhvern annan... ja maður spyr sig... eða spyr maður þá
kv Vignir
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 7. maí 2007
já
Búinn að vera í Ameríku undanfarna daga, hef komist að og séð ýmislegt
Fór í rússíbanagarð og komst að því að mér líkar ekkert sérstaklega vel við rússíbana, ég bara treysti þeim ekki.
Búinn að sjá róna brjóta spítu, setja bút upp að eyranu á sér og segja "farsími hellisbúanns"
Fór í "cake" partí með svona rauðum pappaglösum
Hoppaði mikið á trampólíni, gerði fram heljarstökk en þorði ekki að gera afturábak.
Fór á tónleikahátíð og komst að því að það er til eitthvað sem heitir of heitt veður.
Ef maður ætlar að kúka á svona hátíð þá gerir maður það á VIP svæðinu annað er bara rugl.
Það er leiðinlegt að sitja í flugvél... vissi það svo sem en fékk það endanlega staðfest.
Fór á mitt fyrsta hestamót og það með íslenskum hestum.
Borðaði mikinn mat og skrítinn, ef ég mundi búa í Ameríku væri ég 200 kíló.
Ferðaskrifstofa Matta er heimsins besta ferðaskrifstofa.
Tók námskeið í ljósmyndun og lærið að mastera fill flashið á nokkrum mínútum.
Fór að hjóla á Venic beach, var að leita að Hasselhoff og pamelu en fann þau ekki.
Týndi mydavélinni minni en það jákvæða við það er að Jeppe var með hana þannig að ég týndi honum líka... sem er gott.
Byrjaði með Reginu Spektor en hún hætti með mér leið og ég týndi myndavélinni... held hún hafi verið að nota mig til að komast nær Jeppe.
Þar hafið þið það... ekkert meira um ferðalagið að segja... eða hvað.
kv Vignir
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Sunnudagur, 1. apríl 2007
jájá
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Mánudagur, 26. mars 2007
jájá
Það eru stókostlegar fréttir héðan úr skjern. Ég get með hreinni samvisku sagt það að ég hef alldrei verið hamingjusamari.. ég var glaður þegar ég fékk fyrsta skaphárið og þegar ég fékk bílprófið en núna er ég í skýjunum, ég hefði alldrei getað trúað því að svona sterkar tilfinningar byggju í þessum líkama mínun. Gleðin er þvílík að ég er að spá í að gefa Jeppe pening... já, ég ætla að gera það gefa honum svona eins og fimmhundruð kall... djöfullsinns gleði, djöfullsinns hamingja.
Nú þið kannski eruð að velta því fyrir ykkur afhverju ég er svona glaður, svona hamingjusamur, svona ánægður, svona yfir mig þakklátur fyrir lífið og tilveruna... jú þannig er mál með vexti að það er að...... ég er svo glaður að þið trúið því ekki, gleði mín er svo mikil að ég gæti aflífað kettling með bros á vör, ekki það að ég mundi einhvertíman drepa kettling en ég er það glaður að ekkert gæti brotið niður þessa gleði sem ríkir í mínu hjarta....
Ég er svo glaður að ég er að spá í að kaupa svona afrískan krakka eða kannski ekki kaupa, frekar sponsora hann eða eitthvað, borga skólagöngu hans og hann sendir mér ljótar myndir sem hann hefur teiknað í staðinn.. eða er það ekki í tísku, ég geri allavegana svona góðverk í afríku, svona eitthvað eins og allir eru að gera núna, mér er allveg sama hvað það er ég vil bara gera góða hluti í afríku... gleðin leiðir mann ótrúlegar leiðir....
Þannig er mál með vexti að Nettó er að opna nýja búð hér í skjern, hún er bara hérna rétt handa við hornið hjá mér, hversu frábært er það... ég er yfir mig hamingjusamur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Föstudagur, 16. mars 2007
já
Gæti komið með einhverja rullu um afhverju ég hef ekkert skrifa hér...
gæti sagt að það sé búið að vera brjálað að gera....
eða að tölvan hafi bilað...
eða að skjern sé búið að vera rafmagnslaust...
eða að hamsturinn minn hafi pissað á tölvuna og ég hafi verið að þurka hana....
eða að Jeppe hafi stolið henni og selt til að borga skuldir...
eða að ég hafi einfaldlega ekki nennt því...
eða að ég sé búinn að vera í safarí-ferð í afríku... en ég ætla bara að sleppa því.
Föstudagskvöld og búinn að eyða hluta kvöldsins í að horfa á sjónvarpið með 2 mönnum sem eru báðir stærri en ég (já ég er minnstur í þessum ákveðna félagsskap). Þátturinn sem við vorum að horfa á var að sjálfsögðu bardagaþáttur með mikið af blóði og svita...
Nei við vorum að horfa á "So you think you can dans"...
Já þetta er staðreynd og ég skammast mín ekkert, ég hef ótrúlega gaman af dansi... þegar þátturinn var búinn settum við tónlist í græjurnar og fórum að æfa okkur... já ég er Vignir og ég æfi mig að dansa. Strákarnir fóru fljótlega eftir að þeir sáu að ég var ekki að grínast... einhverjum gæti þótt það fyndið að þrír tveggja metra menn á besta aldri séu að dansa í heimahúsi á föstudagskvöldi...mér fannst þetta fallegt.
Dans-tjáningarformið er í rauninni það besta sem hefur komið fyrir mig. Eftir að ég fann minn innri dans hefur mér alldrei liðið betur, Ég hef getað dansað burt reiðina, sorgina, gremjun, grimmdina og umleið dansað mig inn í hamingjusamara líf.
Eftir að strákarnir fóru gat ég bara ekki hætt. Ég dansaði mig sveittann, ég dansaði eins og enginn væri morgundagurinn.... núna tveimur tímum seinna er ég búinn að klára dansatriðið mitt sem ég samdi við lagið El Pico með Ratatat... ég hef alldrei trúað því að lykillinn að hamingju, fælist í þessum einföldu sporum "hliðar saman hliðar". Þessi litlu spor sem svo þróuðust út í eitthvað svo miklu miklu meira.
Ég set lagið í tónspilarann hér til hliðar og ég mæli með þvi að þið hækkið í tölvunni, standið upp og prófið þessi litlu spor "hliðar saman hliðar". Kannski endið þið með mér og svo mörgum öðrum dönsurum í undraheimi dansinns.
Með dans kveðju Vignir
a.k.a Quick Step
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Fimmtudagur, 22. febrúar 2007
jaa
Ef ég fengi krónu fyrir hvert skipti sem ég hef skrifað um sjónvarpsþættina Lost hérna þá ætti ég allavega 4 krónur......... en allavega hundleiðinlegir þættir sem ég get ekki hætt að horfa á.
Nú er bakið nokkurnveginn komið í lag og fara þá sófa-smíðar að hefjast... er að fara til Frakkland á morgun og verð fram yfir helgi og stefni á að byrja á verkefninu "sófi 2007" á mánudaginn.
Stórfréttir úr tónlistarheiminum.......
Mega ultra techno-bandið Low var að gefa út plötu sem heitir "Drums and Guns", ég er búinn að pannta gripinn þar sem það virðist hálf ómögulegt að verða sér út um eitthvað með þessari hljómsveit á ólöglegan hátt, en það er bara gott mál. Plötur með svona eðalböndum á maður að kaupa og ekkert múður með það. Low eiga heiðurinn af einhverjum bestu tónleikum sem ég hef farið á og þeim einu sem ég hef fellt tár á..... nei, ég fór ekkert að gráta, það eru bara kjellingar og löggur sem væla..... ég er karlmaður, við grátum ekki.....
Annað mega band sem var að gefa út plötu er Trans Am... En ég sá þá fyrir einhverjum árum á Gauknum og þeir tónleikar eru ofarlega ef ekki efstir á sveitur-pungu-tónleika-listanum, transaðir tónleikar allveg....... Platann heitir "Sex Change", ég er ekki búinn að verða mér út um gribinn (að segja gribinn er svolítið eins og töff í staðinn fyrir bara plötuna, eða hvað... )og verður spennandi að heyra hvernig þeim félgögum hefur tekist til.
Myspace síður bandanna fyrir þá sem hafa áhuga og tóndæmi hér til hliðar http://www.myspace.com/low
http://www.myspace.com/transbandspace
kv Vignir
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 19. febrúar 2007
jámm
Það er víst bolludagur í dag og hann er víst haldinn hátíðlegur hér í danmörku líka... vaknaði kl 7.15 við að dyrabjallan hringdi. Ég staulaðist á lappir og fór til dyra á nærbuxunum einum klæða... fyrir utan stóðu þrír strákar klæddir sem skytturnar þrjár og sungu fyrir mig eitthvað bollu-lag.... ég átti engar bollur, þannig að ég lét þá bara fá pening..... þeir virtust jafnvel sáttari við peninginn.
Eftir að ég staulaðist inn og áttaði mig á því hvað klukkan var og mig var ekki að dreyma, fór ég í það að baka bollur... sjö tímum seinna er ég búinn að baka 450 bollur gefa 400 og borða 50 sjálfur.
Það verður einhver töf á því að ég byrji á sófa-smíðum, ég varð svo heppinn að togna í bakinu og ætla að ná mér allmennilega í bakinu áður en ég byrja að smíða.... en annars er allt klárt, búinn að hugsa hvernig ég ætla gera þetta og finna efni til að smíða úr.
kv Vignir
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)