jámm

Ég er að verða svo brúnn að það er ekki fyndið... er búinn að liggja í lampanum.      

Nei það er lygi. Eftir síðustu ljósaferð endaði ég með því að skipta um ham sem var ekki alveg nógu skemmtilegt.

Ég lagði mig í dag, aldrei þessu vant.... nema hvað, mig dreymdi að ég var í Super Brugsen að versla, ekkert sérstakt bara þetta helsta. Í miðri verslunarferðinni þá svífur á mig gríðarleg þreyta og ég veit ekki fyrr en bólugrafinn starfsmaður Super Brugsen ýtir við mér og vekur mig. Ég hafði komið mér vel fyrir í einu af kæliborðunum í búðinni, ofan á vel pökkuðum og virkilega girnilegum gulrótarkökum.

Þegar ég vakna í sófanum fyrir framan sjónvarpið langar mér gríðarlega í gulrótarköku.... ég klæði mig í skóna og fer niður í super brugsen, geng beint á kæliborðið þar sem mig hafði dreymt að ég sofnaði og var alveg viss um að þar væri gulrótarkaka.... en nei engin gulrótarkaka.

Ég leitaði í allri búðinni af gulrótarköku en fann enga... ég fór tómhentur heim með tárin í augunum.

Lærdómurinn sem má draga af þessari sögu er... krakkar það er bannað að hlaupa í baði með hárþurrku sem er í sambandi. 

kv Vignir 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Blessaður.Hvenar ferðu yfir til Haukamannsins í Þýskalandi,æi meina Fh-inginn??Ég gæti sent þér gulrótarköku...En dreymi þig vel.Kveðja

Halldór Jóhannsson (IP-tala skráð) 5.4.2008 kl. 17:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband