já já

Jæja hvað gerir maður þegar manni leiðist í skjern.... jú það er tvennt í stöðunni, fara í klippingu (á bókaðan tíma á fimmtudaginn) eða að maður skellir sér í ljós.

Ég hef nú hingað til ekki verið þekktur fyrir neitt annað en hvítan húðlit og ákvað í gær að nú skyldi ég gera eitthvað í þessu. Já strákurinn ætlar að reyna að tana sig í drasl.

Valmöguleikarnir voru margir því það er 1 sólbaðstofa á hverja fimm íbúa hér í skjernfossi. Valkvíðinn var því mikill. Ég ákvað eftir að hafa keyrt fram hjá öllum bekkja-stofunum að velja þá sem var að auglýsa ný rör eða nýjar perur.

Tók átta mínútur í bekknum og leiddist töluvert á meðan.. ég náði að svitna slatta enda er ég þannig gerður að ég fæ krika við að vakna á morgnanna. Ég þurrkaði og þreif bekkinn samviskusamlega en það tók álíka langan tíma og hafði legið í honum.

Tveimur tímum seinna ligg ég fyrir framan sjónvarpið og er að horfa á einhverja freka slappa mynd, ég finn að mér er farið að svíða aðeins á bringunni.... ég lyfti upp bolnum og sé  kippuna sem ég er vanur að góna á tímum saman og tek eftir að ég hef jafnvel tekið smá lit. Ég fer inn á klósett þar sem er betra ljós, lyfti upp bolnum fyrir framan spegilinn...... jámm ég er fokking skaðbrunninn. 

Ég get ekki sagt að það hafi verið gaman að vera á æfingu áðan, hvert skipti sem að ég komst í einhver átök þá kveinkaði ég mér alltaf eins og Lars Möller, því sársaukinn var mikill... en ég sagði alltaf að það væru nárun sem ég er búinn að vera pínu meiddur í.... kunni ekki við annað...

Þannig að krakkar mínir lærdómurinn sem má læra af þessari sögu er að það er bannað að hlaupa með skæri.

kv Vignir 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Æjæj þegar ég byrjaði að lesa um bekkjarferðina bjóst ég við að sjá þig heltanaðann á næsta móti með landsliðinu en það verður víst ekki enda það svosem í lagi þar sem þú ert bara þræl flottur eins og þú ert...... einn koss á báttið

Aðdáandinn #1 (IP-tala skráð) 11.3.2008 kl. 18:52

2 identicon

Mæli med Aloa Vera kremi, eda jafnvel ad maka á sig sýrdum rjóma, ef thú ferd rjóma leidina thá er ekki vera ad hafa jafnvel saltstangir og kannski vel skafadar gulrætur og ad sjálfsogdu einn kaldan bjór med, ekki SLOTS heldur almennilega bjór.. Thú átt eftir ad skemmta thér konunglega í sófanum vid thessar adstædur...færd kannski pínu kjánahroll en thad fer fljótlega thegar thú áttar tig á ad thú ert staddur í Skjern.....kv frá stórsveitinni Odense

David (IP-tala skráð) 13.3.2008 kl. 14:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband