mjólk er góð

Mjólk er góð, er staðreynd. Var að fá mér morgunmat í morgun sem átti að vera Kornfleks og mjólk, tók mjólkina sem var lokuð inni í ískáp, leit á dagsetninguna á henni opnaði hana og þefaði af henni. Allt var eins og það átti að vera engin óvenjuleg lykt og ekki kominn yfir tilsetta dagsetningu. Set morgunkornið í disk og helli mjólk út á, sest við tölvuna og er að skoða blöðin meðan ég borða. Eftir um það bil tíu skeiðar, er mér litið á skeiðina nokkrum sentimetrum áður en hún snertir varir mína.....  er ekki einhver ógeðis kekkir í skeiðinni. Þetta er svona ein af mínum martröðum, veit ekki hversu oft á mínum yngri árum ég bragðaði á gamalli mjólk. Alltaf eitthvað að flýta mér, hella mjólk á morgunkornið og gúffa þessu í sig að hlunnkahætti og mjólkin skemmd. Viðbjóður....
Er að leyta mér að plötuspilar, skoðaði einhvern á ebay um daginn, kostaði einhvern þúsundkall og leyt bara nokkuð vel út. Spilarinn sagður vera nýr og frá Sony, ég ákvað að slá til keypti hann. Fékk hann í morgun.....   Veit ekki allveg með hann, hann er allveg eins og á myndinni, hann er svona hálft kíló af þyngd og er svona létt sjoppulegur, er eiginlega líkari svona dótaspilara en einhverju allvöru. Það var kannski ekki við öðru að búast, hann kostaði ekki neitt. Ég sem vara að vona að ég hefði dottið inn á þvílík kjarakaup....
kv Vignir


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Senjoritan

LOL þú ert bara spes hættu nú þessu bolta rugli og farðu að blogga meira ;O)

Senjoritan, 25.3.2006 kl. 09:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband