jújú

Já ég er hreinlega að spá í að vera með smá tónlistar-horn hér, þar sem ég mun henda fram einhverjum nöfnum á tónlist sem ég er að hlusta á og jafnvel röfla eitthvað um tónlistina ef ég veit eitthvað um viðkomandi. Ekki það að ég sé snilli í þessum málum en mér finnst þetta gaman, þannig að það er eins gott að ykkur finnist það líka.. 

Er nákvæmlega núna að endurnýja kynni mín við tvö bönd, annarsvegar er ég að reyna að taka Bítla-tímabilið út núna og hef bara gaman af og hins vegar er ég að hlusta á rapp hljómsveitina Digable Planets sem gaf út meistara verkið Reachin (A New Refutation of Time and space) árið 1993, þeir gáfu svo út aðra plötu árið eftir sem þótti nú heldur slakari. Eftir það hvarf þetta band af yfirborði jarðar og vona ég ynnilega að þau lifið hamingjusömu lífi einhverstaðar í litlu fjallaþorpi.
Af einhverju nýlegu, þá er hinn skoski Malcolm Middleton að gera góða hluti í spilarunum hjá mér, skoskt gæða popp/rokk hér á ferð.
Einnig var strangtrúaði gyðingurinn Matisyahu að gefa út disk að nafni Youth Dub þar sem hann er búinn að láta undan reggí þörf sinni.

Hef þetta ekki lengra í bili
kv Vignir


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: matthias arni ingimarsson

var einmitt að versla matiyahu , gott stuff

herru hérna er eitt nýtt handa þér Two Gallants, flott dúo að gera góða music

kveðja frá ameríkulandi

ps : hvað heldur að það þurfi mörg kort til að fylla ískápinn þarf eh flotta tölu til að stefna að :D

matthias arni ingimarsson, 23.3.2006 kl. 22:40

2 Smámynd: Vignir Svavarsson

Ef ég ætti að skjóta á einhverja tölu, þá mundi ég halda að hún liggi einhverstaðar í kringum fimmtatuginn.

Vignir Svavarsson, 24.3.2006 kl. 11:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband