jamm

Það hefur aldeilis verið gestkvæmt hér í sveitinni undanfarið, mamma og pappi voru hjá mér í rúma viku og mai kíkti síðustu helgi. Hressandi að fá fólk í sveitina eins og alltaf.

Ég og mai skelltum okkur á kynlíf-sýningu eða hvað sem það heitir í Esbjerg... ég reyndi að draga gömlu hjónin með en það gekk ekki, skil ekki afhverju.... nema hvað þetta var svona með því subbulegra sem ég hef séð.... var einhvernvegin þannig að manni langaði ekki að snerta neitt þarna inni svo bætti ekki úr sök að sjá ógeðisdani labba um með fulla poka af leikföngum.... sumir hlutir vill maður bara ekki sjá....

Annars þakka ég fólkinu fyrir heimsóknina.

Fór á tónleika í Esbjerg síðustu viku með hinu stórskemmtilega danska bandi Figurines... tónleikarnir stóðu undir væntingum og voru hin prýðilega skemmtun.... set inn myndband ykkur til yndisauka ef ykkur finnst þetta ekki skemmtilegt þá.... þá.... verður bara að hafa það.

kv Vignir 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

jáhá... það verður greinilega bara að hafa það .... hehe... sorry híhí þetta kalla ég ekki tónlist   enda er ég ekki þekkt fyrir að hlusta á skemmtilega tónlist... allavegna segir Birkir að ég hafi hörmulegan tónlistarsmekk hehe... tchussí  Kristín

Lubbecke mærin (IP-tala skráð) 13.2.2008 kl. 12:01

2 Smámynd: Vignir Svavarsson

Láttu ekki svona þetta eru voða fínir tónar

Vignir Svavarsson, 13.2.2008 kl. 23:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband