Nú fer að styttast í frí og heimför áætluð á 22 des. Hressandi....

Þegar ég var á leiðinni til íslands í jólafrí fyrir ári síðan var ég í samfloti með 2 góðum mönnum. Við vorum allir á leið í frí og stemmingin eftir því. Við komum okkur fyrir í vélinni, ég í gluggasæti og félagarnir í hinum tveimur sætunum. Við rífum upp spilin og byrjum að spila sem gerist ekki ósjaldan á svona ferðalögum.... 

Fljótlega eftir að við erum komnir á loft tek ég eftir að tvær stelpur hinumegin á ganginum eru að horfa á mig og eru eitthvað að hvísla sín á milli. Stelpurnar hafa verið svona 7-8 ára. Þær héldu áfram að kíkja og hvíslast eitthvað. Ég hugsaði með mér að þær væru handboltastelpur og könnuðust kannski eitthvað við mig eða eitthvað...

En allavega á einhverjum tímabili þurfti ég að gera mér ferð á salernið, þegar ég kem til baka eru stelpurnar eitthvað að spjalla við ferðafélagana.... ég kem mér fyrir í sætinu aftur og það er eitthvað glott á drengjunum og stelpurnar stara á mig... þegar ég er sestur segir annar ferðafélaginn jú þetta er hann...

Ég hugsaði með mér jæja nú eru handboltastelpurnar eitthvað að spá.. svo kom yfirlýsingin frá félaganum "jú, þetta er Jónsi".... ég kveikti ekki alveg strax en svo rann það upp fyrir mér, handboltastelpurnar voru ekki handboltastelpur.... heldur voru þær alveg vissar um að ég væri Jónsi í svörtum fötum.....

Restina af ferðinni reyndi ég að lifa mig inn í hlutverkið sem Jónsi og raulaði/flautaði annað slagið þekkta slagara með kappanum...

Annars bara jólin

Þangað til næst
Vignir

kv Vignir 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ hæ

Hlakka til að sjá þig yfir jólinn og það er auðvitað alls engin stærðarmunur á ykkur Jónsa. Hann rúmlega 150 cm og þú tæplega 200, ég skil alveg þennan misskilning hjá stelpunum.

Kveðja

Rósa Lyng

Rósa Lyng (IP-tala skráð) 21.12.2007 kl. 22:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband