jahá

c_documents_and_settings_vignir_dokumenter_billeder_2005_12_12_img_0429.jpg

Mikið rosalega er ég orðinn tilbúinn fyrir sumarið, er kominn með nóg af því að skafa bílinn, vera í úlpu og vera alltaf kallt. Ekki það að veturinn sé búinn að vera eitthvað rosalegur hér, ég er bara kominn með smá hitaþörf. Langar að fara í gólf, grilla, slappa af í sólinni og jafnvel fara á ströndina að skoða ljóta þjóðverja. En þetta eru allt hlutur sem eru mjög vinsælir hér á sumrin.
Eigum heimaleik á laugard við Helsingör og eftir leik er einhvað matarboð með sponsum, einhver hátíð þar sem allir verða að heilsast handabandi. Það er víst talinn allmenn kurteysi hér í baunalandi að heilsa öllum með handabandi þegar þú mætir, þá er ég ekki að tala um fyrstu fimm sem þú hittir þegar þú mætir, heldur hreinlega öllum sem eru mættir á svæðið á undan þér.  Þetta held ég að skíri gríðalega stundvísi danans, því þeir mæta alltaf á mínútunni og jafnvell 5 mínútum áður en á að mæta. Trikkið er að mæta fyrstur og þá koma allir og heilsa þér en þú þarft ekki að ganga um allt helvítis svæðið og heilsa öllum. Þetta er reyndar ágætis siður en getur verið djöfullegt þegar maður er með stundvísi eins og mína, ég á það nefninlega til að koma á síðustu mínútunni og jafnvel aðeins seinna en það, en ég er að reyna að breyta þessu og stefni á að mæta fystur á laugardaginn, ætla að mæta 2 tímum áður en á að mæta. Þessi stundvísi danans gerir það reyndar að verkum að sektasjóðurinn okkar er ekki mjög bitastæður, menn að fá svona um 100 dkr í sektir á 4 mánaða fresti. Daninn blótar því í sand og ösku að þurfa að púnga út öllum þessum peningum, en það þykir fátt sjálfsagðara hér í baunalandi en að vera með eindæmum nískur. Dæmi um mikla nísku er að þeir éta sig alltaf á gat þegar er frír matur, forðast það sem heitan eldinn að bjóðast til að borga "næstu umferð", skoða alla tilboðsbæklinga sem berast í póstkassann en þeir eru um 84 stk á viku, svo mæta þeir með tilboðið sem þeir ætla að kaupa útklippt í búðina og segjast ætla að fá þetta og benda á myndina,  fá alltaf kassakvittun úr matvörubúðum og bera saman við það sem stóð í hillunni hjá vörunum. Fávitar.......... nei nei

kv Vignir


c_documents_and_settings_vignir_dokumenter_billeder_2005_12_12_img_0429.jpg

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Hólmgeirsson

já þetta er bara eftirlíking af helv... þjóðverjunum stundum. og þeir eru ekkert hræddir heldur að viðurkenna að þeir séu nískir og borði meira þegar frítt er. Um daginn nennti ég ekki að taka við 2 evrum í afgang af einhverjum bjórum og gaf heilar 2 evrur í tips og þeir áttu bara ekki orð:)

Einar Hólmgeirsson, 22.3.2006 kl. 13:56

2 Smámynd: Vignir Svavarsson

Þú hefur líka verið talinn einstaklega góður tipsari... nei þetta er magnað hvað þeir eru nískir

Vignir Svavarsson, 22.3.2006 kl. 15:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband