Færsluflokkur: Bloggar
Fimmtudagur, 4. maí 2006
jamm og jú
úúfff maí rétt byrjaður og það er steik úti. Var í gær að spila golf í um 20 stiga hita sem var mjög ljúft. Í dag er álíka mikill hiti og ég er að reyna að sóla mig aðeins, ná í smá lit. Sit hér í garðinum mínum, hálfnakinn með tölvuna í fanginu... verður varla mikið betra.
Ég er Vignir... Ég er hlunnkur..... Hlunnkur er mjög vandmeðfarið fyrirbæri, það er ekki nóg að vera bara þungur heldur verður þú að falla undir vissar skylgreiningar hlunnkafélagsins til að geta kallað þig hlunnk. Ég ætla nú ekki að fara að telja upp hvað það er, en margar þessara skylgreininga hahfa eitthvað með mat að gera.... sem meðlimur í hlunnkafélaginu þá hef ég hagsmuni hlunnka í huga hvar sem ég er..... Ég var að borða áðan og fékk skeið með matnum sem ég panntaði mér, ég þurfti að nota skeið, gaffal og hníf við þennan rétt..... Ég fékk hugdettu........ ekki það að það sé ekki búið að framkvæma hana en mér finnst hún sniðug fyrir hlunnka....... SKAFALL = sekið og gaffall saman í einu. Það er margra ára æfing að ná að troða eins miklu og maður getur og gaffalinn til að geta fullnægt matarþörfum sínum, skaffall gæti aukið bitastærðina um 90% samkvæmt mínum útreikningum. Ég tel þessa hugmynd ekki vera mína, held ég hafi einhvertímann séð skaffall en ég held að allir veitinga/skyndtibitastaðir heimsins ættu að sinna hlunnkunum sínum og bjóða upp á hníf og skaffal í staðin fyrir hníf og gaffall...
kv Vignir
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Mánudagur, 1. maí 2006
4-liða úrslit
Það er nefninlega það, erum komnir í fjagra liða úrslit. Enduðum í 3 sæti í deildinni, unnum Álaborg í mjög slökum leik á laugard og komumst upp í 3 sætið því Fck voru svo góðir að tapa.
Faðir og móðir fóru heim í dag en þau eru búin að vera í heimsókn síðustu tíu dagana, sem var virkilega fínnt. En nú er ég einn heima og ég ætla pottþétt að halda partí, jafnvel pottþétt partí þar sem aðeins verða spilaðir pottþétt-diskarnir.... ég reyndar á enga pottþétt diska. Ég á Grimm-dúndur disk þannig að það verður bara Grimm-dúndur partí..
Ég er búinn að kaupa mér stóla, borð og þetta líka fína grill í garðinn. Stefni á að nota grillið óspart í sumar og ykkur öllum boðið í grillveislu. Væri sammt mikið til að fá SS pylsur og halda gott Pylsu-partí.... Ég tala ekki um annað en partí.... það er að koma sumar það má allveg tala um partí á sumrin.... eða hvað.
Fyrir ykkur sem ekki hafa hlustað á Ray LaMontagne, þá er hann skildueign á öll heimili landsins. Kappi þessi er búinn að gefa út einn disk og er með annann í vinnslu sem kemur út síðla sumars og ég er spenntur.
Mattías. Ég var að fá Orlando-póstkortinn, vel gert kæri félagi.
kv Vignir
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Miðvikudagur, 26. apríl 2006
jújú
Fór í golf í dag, byrjaði að skjóta úr einni fötu sem gekk bara nokkuð vel, fínir boltar, flestir ekki allir beinir og fínir. Spilaði svo lítinn par þrjú völl...... og komst að því að ég á langt í land.
Verða að viðurkenna það að ég er með léttann fyðring í maganum fyrir næsta leik sem er á laugard, síðasti leikurinn í deildinni, ef við vinnum þá förum við í 4 liða úrslit en ef við töpum er góður möguleiki á að við séum komnir í sumarfrí...... ég væri ekki að meika það að fara í sumarfrí núna, allt of snemmt til að fara að hætta að spila handbolta. Mig allvega þyrstir í meira....
Kentarnum heilsast vel, bíbí er dugleg að tyggja handa honum í matinn og hann duglegur að borða. Erum að velta nöfnum fyrir okkur og eru nokkur sem koma til greina. Jónhann Vignir Vignisson, Sumarliði Vignir Vignisson, Guðmundur Vignir Vignisson, Drengur Vignir Vignisson og að sjálfsögðu Vignir Vignir Vignisson.
kv Vignir
byðst afsökunar á að hafa skrifað um handbolta, ég skammast mín.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Miðvikudagur, 26. apríl 2006
jamm
Hvað er það sem gerir mann að manni. Hef spáð í því hvort ég sé orðinn maður eða ekki.... pælingin er sú hvenær verður þú orðinn maður, hvenær ertu orðinn fullorðinn. Eru menn/drengir orðnir fullorðnir þegar þeir eignast börn eða þegar þeir trúlofa/gifta sig, er nóg að ná vissum aldri og þá erttu orðinn fullorðinn.... Mín kenninng er sú.. að þegar menn eru farnir að taka fulla ábyrgð á gjörðum sínum þá eru menn orðnir menn. Lykillinn er að "menn" gera greinarmun á réttu eða röngu, taka ábyrgð á gjörðum sínum og vera hreinskilinn við sjálfan sig og aðra......... ég er ekki orðinn fullorðinn maður...... eða hvað.
Er að byrja að spila gólf aftur eftir að Kentarinn fæddist, er að fara að skrá mig í klúbbinn hér í skjern sem heitir djebjerg (held ég) og stefni að því að verða orðinn bestur í heimi í gólfi eftir u.þ.b 3 mánuði. Annars er gólf merkilegt sport, ég hef alldrei orðið eins reiður og þegar ég spila gólf. Ég er ekki frá því að ég hafi bætt heimsmet í golfpoka-sparki hér um árið. Ég var búinn að spila einhverjar holur og var langt frá því að vera góður.... í einhverju bræðiskastinu fannst mér lausnin vera að sparka í pokann minn, það mundi leysa vanda minn og ég mundi spila vel það sem eftir væri af lífi mínu..... það gekk að sjálfsögðu ekki eftir, ég þrumaði pokanum einhverja metra áfram og upp í loftið, en ekki batnaði golfspilið mitt. En eftir það ákvað ég að láta ekki reiðina ná tökum á mér á meðan ég spila golf...... en ég er sammt eins lélegur og ég var þá....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Sunnudagur, 23. apríl 2006
jaaaááá
Nú er ég að verða brjálaður, ég var að horfa á Lost og ég er allveg týndur. Þessir þættir eru að gera mig brjálaðann, það er endalaust verið að koma með fleiri spurningar en enginn svör. Fólkið virðist bara vera sátt með það að búa á eyðieyju ásamt "hinu fólkinu" sem einginn veit hvaðan koma. Ísbjörnin og skrímslið sem voru í fyrstu seríu virðast bara komin í vetrardvala og flestir bara hamingju samir með að fleiri og fleiri dularfullir hlutir gerast...... Óþolandi, gjörsamlega óþólandi þættir, en ég bíð sammt spenntur eftir næsta þætti........ óþolandi.
Ég barnaði fugl um daginn og var í alla nótt að hjálpa henni bíbí minni að fæða fullvaxinn kentar, fæðingin gekk nokkuð vel og 169 punda kentar leit dagsins ljós. Bíbí sem er af lóustofninum er flutt inn til mín og við erum búin að útbúa gestaherbergið sem hesthús, þar sem kentarinn sem við eigum eftir að skíra býr.
kv Vignir
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Föstudagur, 21. apríl 2006
jújá
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Miðvikudagur, 19. apríl 2006
jájá
Sushi, sushi er gott, sushi er bara gottl..... er búinn að vera á fjögra mánaða sushi námskeiði og er kominn með háskólagráðu í sushi. Mr. Mihaky úr "Karade Kid" er búinn að vera að kenna mér að búa til sushi undanfarna fjóra mánuði.... námskeiðið hefur innihaldið 80 tíma af námskeiði um hvernig á að sjóða hrisgrjón og edik 103 hefur verið strembinn kúrs...... en ég er útskrifaður með hæstu einkunn og er mjög líklegur í aukahlutverk í næstu "Karade Kid" mynd.......
Þetta er reyndar allt lýgi en Sushi er sammt gott.
Er í Kaupmannahöfn í síðbúnu páskafríi, eftir nokkuð góða viku í landi mottunnar.... mikið af æfingum og góðum æfingum.
Sjö tonn af sandi og allur út í hlandi, er við það að skipuleggja sumarfríið. Er að spá í að taka sveittann asíutúr og sveitinn á íslandi (þetta var ekki lýgi), gæti verið spennandi kostur.
Tvær umferðir eftir í dönsku deildinni, Mors úti og Álaborg heima, ef/þegar við vinnum báða leikinna þá erum við klárir í 4 liða úrslitin sem við komum til með að vinna (hroki)..... Ég er Vignir ég er hlunkur, var að reyna að kaupa á mig buxur í dag en ekkert gekk, það virðist sem lærinn á mér eru ekki að passa rétttar framleiðslustærði, verð að fara að hringja í Sasha og spyrja hann hvar hann kaupir gallabuxur og þá er ég að tala um þessa snjóþvegnu...... Russianstyle, hlunnka-pabbi veit best.....
Minni á gestabók, gaman að fá að vita hvaða asnar eru að lesa þetta rugl.
yfir og inn
Vignir
Bloggar | Breytt s.d. kl. 01:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Þriðjudagur, 11. apríl 2006
jüjü
Nu er eg staddur a einu sveittast netkaffi sem eg hef komid a, her vada menni i klistrudu teppi, sitja ä klistrudum stolum og flakka um a skitugum veraldarvefnum, sjaldan eda alldrei hefur mer lidid eins og eg sitji ä likamsvessa annars manns, en hvad um thad hvad gerir madur ekki til ad komast ä netid.
Vignir er madurinn og Magdeburg er stadurinn, kom hingad i gear og hofust aefingar um leid, eg reindar atti ad fara i trekprof i gaer en fekk ekki ad fara i thad thvi eg er sma kvefadur, fea i stadinn ad taka thad milli aefinga a midvikudaginn.....
Lenti i mjog undarlegu adan thar sem eg var ad rolta a gotum Magdeburgar, thad kom eldri madur upp ad mer og spurdi mig hvort eg vaeri ekki gaurinn ur Operunni i Skjern, eg jankadi thvi en sagdi honum ad eg hefdi verid rekinn, hann spurdi um astaedur thess... eg sagdi honum soguna og hann var meira en litid hneiksladur, sagdi ad thetta hefdi veri lan i olani, eg vaeri of mikid talent firir svona litla operu... Eg jankadi thvi og sendi manninn burtu thvi hann var ekki nogu hatt settur i thjodfelaginu til ad tala vid mig......... eda hvad.
kv Vignir
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Miðvikudagur, 5. apríl 2006
jú jú
Virðist vera að ná mér í fuglaveikinna er búinn að vera eitthvað slappur síðastliðna dag, ég hefði kannski átt að sleppa því að sleikja þessa dauðu fugla sem láu út í garði hjá mér um daginn.
Uppselt er á sturtuóperuna.
Ég er hættur að "kaupa mér" tónlist í bili, var að fara í gegnum tölvuna mína og komst að því að ég á eftir að hlusta almennilega á heilan helling af þessu stöffi sem ég er með.´
Er búinn að brjóta 2 skrifborðsstóla á síðastliðnum mánuði, ég veit..... ég er Vignir, ég er hlunnkur. Sit núna í hálfnýjum stól sem Villi pimpaði saman.
Verð í Þýskalandi yfir páskana að safna yfirvaraskeggi.
Mæli með að fólk hlusti á nýju Mates of State plötuna Bring it Back, þar gríðarhresst gleðipopp á ferð.
Mæli með að mæla með hlutum.
Mæli á móti að mæla á móti hlutum, nema þú mælir á móti þeim.
Mæli með.... hinu og þessu.
hafið það gott
kv Vignir
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Laugardagur, 1. apríl 2006
Ópera frh.
Já það eru sorgartíðindi sem ég færi ykkur. Ég veit að flestir voru orðnir gríðar spenntir fyrir fleiri óperusögum en staðreyndin er sú (þó svo að einhverjir hafi haldið að ég væri að ljúga, sem ég var ekki), að það er búið að reka ísland úr óperunni.... Við komumst víst ekki á nógu margar æfingar til að leikstýran væri sátt... ég vill meina að þetta sé skandall. Loksins þegar hún fær óslípaða demanta í hendurnar þá kastar hún þeim frá sér eins og ekkert sé sjálfsagðara... hún veit ekki hvað hún er að fara á mis við helv... tí...
Ísland hefur því ákveðið að setja upp sína eigin óperu í samkeppni við hina óperuna, Ópera þessi er frumsamin og ber nafnið "Hegðunarminstur hamstranna á hæstu hæðum hamingjunnar". Við stefnum að því að sýna í sturtu eftir allar æfingar í apríl. Aðgangseyrir er sama og enginn en snyrtilegur klæðnaður er æskilegur, hver sýning tekur reyndar aðeins 5 í sæti en stæði eru fyrir 15. Sama miðaverð er fyrir stæði og sæti og regla er fyrstir koma fyrstir fá........ Já og miðaverðið er eitt stk. Sál
Með söngkveðju
Vignir
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)