Færsluflokkur: Bloggar
Miðvikudagur, 29. mars 2006
ég og óperan
Skjern-Ópera er víst til.. og er hún að fara halda einhverja 8 daga óperuhátið hér í skjern í apríl... Tilboðið var í rauninni spurning, hvort við Ísland værum til í að taka þátt í uppsetningunni....... Ég hélt hann væri að tala um að setja upp stóla eða vera í miðasölu eða eitthvað svona hefðbundið... NEI.... Spurningin var hvort við gætum einhver kvöldin leikið einhverja hermenn/riddari í sýningunni, þyrftum ekki að segja neitt en værum á sviði í einhverjum fáranlegum búningum......
Þar sem að við erum að reyna að mýkja formanninn upp fyrir heita-pottinn, þá ákváðum ég og Villi (ákváðum reyndar líka fyrir Nonna hönd) að jánka þessu. Við eigum að hitta Óperustjórann á fundi á föstud. Þar sem ég tel að sönghæfileikar mínir séu gífurlegir....... þá ætla ég að ræða við manninn um hvort það vannti ekki í aðahlutverkið, er að sjá fyrir mér að þetta gæti verið svona hliðarverkefni með boltanum, til að byrja með. Svo mundi ég henda mér í óperuna að boltanum loknum og gefa út eina jólaplötu á 2 ára fresti og lifa hamingjusamur það sem eftir væri.
kv Vignir
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Þriðjudagur, 28. mars 2006
jahá
Tvennt sem Vilhjálmur Halldórson hefur látið frá sér síðastliðna viku, sem hefur fengið mig til að emja úr hlátri. Fyrstalagi þá skrifaði hann mjög óviðeigandi orð á gifsið hjá dóttur bankastjóra Skjern-Bank og varð svo allveg eins og kjáni þegar allir voru að spyrja hvað þetta þýddi. Hinsvegar fékk einn leikmaður hjá okkur bolta á mjög viðkvæman stað og Villi var að tala um að hann fengi alltaf svona samhúðar-púng þegar einhver annar fær högg. Nema hvað að svo ætlaði Villi að fara að þýða þetta fyrir einn danan og sagði ýtrekað "sympathy-pungur" "you know sympathy-pungur".
Annars lítið nýtt, kíkti aðeins á lífið hér í skjern á laugardaginn. Ekki upp á marga fiska en ég skemmti mér engu að síður ágætlega eða allaveg megnið af kvöldinu....
kv Vignir
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Föstudagur, 24. mars 2006
mjólk er góð
Mjólk er góð, er staðreynd. Var að fá mér morgunmat í morgun sem átti að vera Kornfleks og mjólk, tók mjólkina sem var lokuð inni í ískáp, leit á dagsetninguna á henni opnaði hana og þefaði af henni. Allt var eins og það átti að vera engin óvenjuleg lykt og ekki kominn yfir tilsetta dagsetningu. Set morgunkornið í disk og helli mjólk út á, sest við tölvuna og er að skoða blöðin meðan ég borða. Eftir um það bil tíu skeiðar, er mér litið á skeiðina nokkrum sentimetrum áður en hún snertir varir mína..... er ekki einhver ógeðis kekkir í skeiðinni. Þetta er svona ein af mínum martröðum, veit ekki hversu oft á mínum yngri árum ég bragðaði á gamalli mjólk. Alltaf eitthvað að flýta mér, hella mjólk á morgunkornið og gúffa þessu í sig að hlunnkahætti og mjólkin skemmd. Viðbjóður....
Er að leyta mér að plötuspilar, skoðaði einhvern á ebay um daginn, kostaði einhvern þúsundkall og leyt bara nokkuð vel út. Spilarinn sagður vera nýr og frá Sony, ég ákvað að slá til keypti hann. Fékk hann í morgun..... Veit ekki allveg með hann, hann er allveg eins og á myndinni, hann er svona hálft kíló af þyngd og er svona létt sjoppulegur, er eiginlega líkari svona dótaspilara en einhverju allvöru. Það var kannski ekki við öðru að búast, hann kostaði ekki neitt. Ég sem vara að vona að ég hefði dottið inn á þvílík kjarakaup....
kv Vignir
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Miðvikudagur, 22. mars 2006
jahá
Mikið rosalega er ég orðinn tilbúinn fyrir sumarið, er kominn með nóg af því að skafa bílinn, vera í úlpu og vera alltaf kallt. Ekki það að veturinn sé búinn að vera eitthvað rosalegur hér, ég er bara kominn með smá hitaþörf. Langar að fara í gólf, grilla, slappa af í sólinni og jafnvel fara á ströndina að skoða ljóta þjóðverja. En þetta eru allt hlutur sem eru mjög vinsælir hér á sumrin.
Eigum heimaleik á laugard við Helsingör og eftir leik er einhvað matarboð með sponsum, einhver hátíð þar sem allir verða að heilsast handabandi. Það er víst talinn allmenn kurteysi hér í baunalandi að heilsa öllum með handabandi þegar þú mætir, þá er ég ekki að tala um fyrstu fimm sem þú hittir þegar þú mætir, heldur hreinlega öllum sem eru mættir á svæðið á undan þér. Þetta held ég að skíri gríðalega stundvísi danans, því þeir mæta alltaf á mínútunni og jafnvell 5 mínútum áður en á að mæta. Trikkið er að mæta fyrstur og þá koma allir og heilsa þér en þú þarft ekki að ganga um allt helvítis svæðið og heilsa öllum. Þetta er reyndar ágætis siður en getur verið djöfullegt þegar maður er með stundvísi eins og mína, ég á það nefninlega til að koma á síðustu mínútunni og jafnvel aðeins seinna en það, en ég er að reyna að breyta þessu og stefni á að mæta fystur á laugardaginn, ætla að mæta 2 tímum áður en á að mæta. Þessi stundvísi danans gerir það reyndar að verkum að sektasjóðurinn okkar er ekki mjög bitastæður, menn að fá svona um 100 dkr í sektir á 4 mánaða fresti. Daninn blótar því í sand og ösku að þurfa að púnga út öllum þessum peningum, en það þykir fátt sjálfsagðara hér í baunalandi en að vera með eindæmum nískur. Dæmi um mikla nísku er að þeir éta sig alltaf á gat þegar er frír matur, forðast það sem heitan eldinn að bjóðast til að borga "næstu umferð", skoða alla tilboðsbæklinga sem berast í póstkassann en þeir eru um 84 stk á viku, svo mæta þeir með tilboðið sem þeir ætla að kaupa útklippt í búðina og segjast ætla að fá þetta og benda á myndina, fá alltaf kassakvittun úr matvörubúðum og bera saman við það sem stóð í hillunni hjá vörunum. Fávitar.......... nei nei
kv Vignir
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Fimmtudagur, 16. mars 2006
jú jú
Nýtt svæði, nýtt blogg, nýr maður og nýir tímar. Ákvað að færa mig hingað þar sem mér fannst svo flott að vera með slóðina vigni.blog.is, annars kann ég ekkert á þetta á víst að vera eitthvað sniðugra en hitt, jafnvel að maður setji inn myndir hér og eitthvað, skoða það seinna.
Ætli það sé ekki ágætt að byrja nýja tíma með því að segja frá plani mínu fyrir næsta sumar. Þetta verðu mitt fyrsta sumarfrí með sumarfíi (ef þið skiljið mig). Fæ einhverjar þrjár og hálfa vikur til að safna kröftum. Það sem ég er að plana og er svona að verða frágengið er að fara og vinna í sveit í sumarfríinu. Ég veit þetta hljómar eflaust fáranlega fyrir einhverjum en ég er virkilega spenntur fyrir þessu. Á mínum yngri árum fór ég alldrei í sveit (var ekki nógu óþekkur til að vera sendur þangað) en mér hefur alltaf langað að fara í sveit. Þannig að með hjálp góðra manna er næstum því búið að ganga frá því að ég komist að vinna í sveit í um tíu daga á íslandi í sumar.... Ég held/vona að þetta verði gaman, vinna mikið og fara helst á ball í félagsheimilinu með bóndanum. Vona að þetta gangi eftir.
Annars smá tíðindi af Jeppe, hann lést....
kv Vignir
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)