4-liða úrslit

Það er nefninlega það, erum komnir í fjagra liða úrslit. Enduðum í 3 sæti í deildinni, unnum Álaborg í mjög slökum leik á laugard og komumst upp í 3 sætið því Fck voru svo góðir að tapa.

Faðir og móðir fóru heim í dag en þau eru búin að vera í heimsókn síðustu tíu dagana, sem var virkilega fínnt. En nú er ég einn heima og ég ætla pottþétt að halda partí, jafnvel pottþétt partí þar sem aðeins verða spilaðir pottþétt-diskarnir.... ég reyndar á enga pottþétt diska. Ég á Grimm-dúndur disk þannig að það verður bara Grimm-dúndur partí..

Ég er búinn að kaupa mér stóla, borð og þetta líka fína grill í garðinn. Stefni á að nota grillið óspart í sumar og ykkur öllum boðið í grillveislu. Væri sammt mikið til að fá SS pylsur og halda gott Pylsu-partí.... Ég tala ekki um annað en partí.... það er að koma sumar það má allveg tala um partí á sumrin....  eða hvað.

Fyrir ykkur sem ekki hafa hlustað á Ray LaMontagne, þá er hann skildueign á öll heimili landsins. Kappi þessi er búinn að gefa út einn disk og er með annann í vinnslu sem kemur út síðla sumars og ég er spenntur.

Mattías. Ég var að fá Orlando-póstkortinn, vel gert kæri félagi.

kv Vignir


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: matthias arni ingimarsson

það varnú litið kallinn minn, hvernig lítur ískápurinn annars út ? :D

lýst vel á party , pusluparty , hef einmitt verið á mjög góðum pulsu matar kúr þar sem mamma var svo góð að senda mér steiktan lauk, ss sinnep og remúlaði :D

og svo taka þessa dollu ykkar vist þettqa gekk ekki heima!!!

matthias arni ingimarsson, 1.5.2006 kl. 15:53

2 Smámynd: Vignir Svavarsson

uuusss ég þarf að pannta pylsur af heiman, til að geta hennt á grillið við tækifæri.

Vignir Svavarsson, 1.5.2006 kl. 16:00

3 Smámynd: matthias arni ingimarsson

væri svo til í eitt djúsi lambalæri af grillinu með sósu baunum og den hele namminamm

matthias arni ingimarsson, 1.5.2006 kl. 17:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband