jújú

Fór í golf í dag, byrjaði að skjóta úr einni fötu sem gekk bara nokkuð vel, fínir boltar, flestir ekki allir beinir og fínir. Spilaði svo lítinn par þrjú völl......     og komst að því að ég á langt í land.

Verða að viðurkenna það að ég er með léttann fyðring í maganum fyrir næsta leik sem er á laugard, síðasti leikurinn í deildinni, ef við vinnum þá förum við í 4 liða úrslit en ef við töpum er góður möguleiki á að við séum komnir í sumarfrí...... ég væri ekki að meika það að fara í sumarfrí núna, allt of snemmt til að fara að hætta að spila handbolta. Mig allvega þyrstir í meira....

Kentarnum heilsast vel, bíbí er dugleg að tyggja handa honum í matinn og hann duglegur að borða. Erum að velta nöfnum fyrir okkur og eru nokkur sem koma til greina. Jónhann Vignir Vignisson, Sumarliði Vignir Vignisson, Guðmundur Vignir Vignisson, Drengur Vignir Vignisson og að sjálfsögðu Vignir Vignir Vignisson.

kv Vignir

byðst afsökunar á að hafa skrifað um handbolta, ég skammast mín.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: matthias arni ingimarsson

persónulega lýst mér best á VVV gefur til kynna ákveðna fágun hjá foreldrunum ;)

golf segiru , hefðir nú bara átta að sjá mig í florida , ekki margir sem geta spilað 9 holur á 67 höggum og týnt 5 boltum heh ekki það að ég hitti ekki hellvítið bara sliceið var pínu að fara með mig svona eins og ansalegi kallinni í caddyshack heh

held að æfingasvæðið sé minn staður , nenni ekki að elta þessa hellvítis kúlu læt bara aðra ná í hana og koma með hana til baka :D

matthias arni ingimarsson, 27.4.2006 kl. 15:58

2 identicon

langar að commenta á síðustu færslu..

með að vera -eða ekki- fullorðin. ég á litla 3ára frænku sem er með þetta á hreinu.. samkvæmt henni er til eitthvað sem kallast fullorðinsbarn! ég er t.d. fullorðinsbarn af því ég er jú fullorðin samkvæmt henni en á ekki barn og hlít því sjálf að vera barn... (veit hvað þú ert að hugsa.. nei hún tók ekki þessa afstöðu vegna hegðunar minnar.. þetta er algilt hjá henni)

svo leist mér ekki á þetta með að taka ábyrgð... það borgar sig í öllum tilfellum alls ekki!!! regla nr.1 er að reyna til þrautar að klína ábyrgðini á eitthvern annan.. nú og ef það skilar ekki árangri þá má alltaf bregða fyrir sig lyginni... nú og ef það klikkar einnig... þá stenst engin grenjandi fullorðinsbarn sem hefur "kúkað uppá bak" í myndlíkingar-merkingu... ;)

gangi þér vel í boltanum vinur
-hlé

hlédís (IP-tala skráð) 28.4.2006 kl. 16:05

3 identicon

langar að commenta á síðustu færslu..

með að vera -eða ekki- fullorðin. ég á litla 3ára frænku sem er með þetta á hreinu.. samkvæmt henni er til eitthvað sem kallast fullorðinsbarn! ég er t.d. fullorðinsbarn af því ég er jú fullorðin samkvæmt henni en á ekki barn og hlít því sjálf að vera barn... (veit hvað þú ert að hugsa.. nei hún tók ekki þessa afstöðu vegna hegðunar minnar.. þetta er algilt hjá henni)

svo leist mér ekki á þetta með að taka ábyrgð... það borgar sig í öllum tilfellum alls ekki!!! regla nr.1 er að reyna til þrautar að klína ábyrgðini á eitthvern annan.. nú og ef það skilar ekki árangri þá má alltaf bregða fyrir sig lyginni... nú og ef það klikkar einnig... þá stenst engin grenjandi fullorðinsbarn sem hefur "kúkað uppá bak" í myndlíkingar-merkingu... ;)

gangi þér vel í boltanum vinur
-hlé

-hlé (IP-tala skráð) 28.4.2006 kl. 16:07

4 Smámynd: Vignir Svavarsson

Matti, ég held ég sé bara að fá mér einhverja kennsku í þessu blessaða sporti, nenni ekki að vera lélegur lengur.

Ég sé þig allveg fyrir mér liggjandi á gólfinu ágrátandi Hlédís, þetta með fullorðinsbarn er bara fínasta skíring hjá frænku þinni. Held ég titli mig bara sem Vignir fullorðinsbarn.

Vignir Svavarsson, 28.4.2006 kl. 20:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband