Miðvikudagur, 26. apríl 2006
jamm
Hvað er það sem gerir mann að manni. Hef spáð í því hvort ég sé orðinn maður eða ekki.... pælingin er sú hvenær verður þú orðinn maður, hvenær ertu orðinn fullorðinn. Eru menn/drengir orðnir fullorðnir þegar þeir eignast börn eða þegar þeir trúlofa/gifta sig, er nóg að ná vissum aldri og þá erttu orðinn fullorðinn.... Mín kenninng er sú.. að þegar menn eru farnir að taka fulla ábyrgð á gjörðum sínum þá eru menn orðnir menn. Lykillinn er að "menn" gera greinarmun á réttu eða röngu, taka ábyrgð á gjörðum sínum og vera hreinskilinn við sjálfan sig og aðra......... ég er ekki orðinn fullorðinn maður...... eða hvað.
Er að byrja að spila gólf aftur eftir að Kentarinn fæddist, er að fara að skrá mig í klúbbinn hér í skjern sem heitir djebjerg (held ég) og stefni að því að verða orðinn bestur í heimi í gólfi eftir u.þ.b 3 mánuði. Annars er gólf merkilegt sport, ég hef alldrei orðið eins reiður og þegar ég spila gólf. Ég er ekki frá því að ég hafi bætt heimsmet í golfpoka-sparki hér um árið. Ég var búinn að spila einhverjar holur og var langt frá því að vera góður.... í einhverju bræðiskastinu fannst mér lausnin vera að sparka í pokann minn, það mundi leysa vanda minn og ég mundi spila vel það sem eftir væri af lífi mínu..... það gekk að sjálfsögðu ekki eftir, ég þrumaði pokanum einhverja metra áfram og upp í loftið, en ekki batnaði golfspilið mitt. En eftir það ákvað ég að láta ekki reiðina ná tökum á mér á meðan ég spila golf...... en ég er sammt eins lélegur og ég var þá....
Athugasemdir
Maður á ekki að velta því fyrir sér hvenær maður verður að manni....það sem skiptir máli er hvenær drepur maður mann og hvenær ekki...og golfviðbrögðin þín sýna reyndar að þú átt langt´i land
valur (IP-tala skráð) 26.4.2006 kl. 11:28
Maður á ekki að velta því fyrir sér hvenær maður verður að manni....það sem skiptir máli er hvenær drepur maður mann og hvenær ekki...og golfviðbrögðin þín sýna reyndar að þú átt langt´i land
valur (IP-tala skráð) 26.4.2006 kl. 11:28
Valur, þessi golf-viðdbrögð eru reyndar tveggja ára gömul og tel ég mig hafa náð miklu þroska sem golfspilari síðan... þó leikur minn sé ekkert betri.
Mikael, ég hugsa að ég sé þá hvorki fugl né fiskur...
Vignir Svavarsson, 26.4.2006 kl. 21:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.