Miðvikudagur, 29. mars 2006
ég og óperan
Það hefur heyrst að Íslendingarnir í Skjern hafa ótrúlegar söngraddir. Það hefur farið svolítið fyrir því að menn séu að syngja í sturtu eftir æfingar, þó það hafi verið mis mikið, þá hefur þetta greinilega vakið eftirtekt. Ísland var boðað á fund með formanninum í dag, Nonni komst ekki en ég og Villi mættum á svæðið. Efni fundarinns var okkur ókunn, formaðurinn sagðist aðeins ætla að gera okkur "tilboð"..... Við gerðum náttúrulega ráð fyrir að hann ætlaði að fara tala um heitapottinn (sem ég er búinn að vera að reyna að fá hann til að kaupa í garðinn minn ;) en nei, önnur var raunin... Fyrstu fimm mínúturnar á fundinum fóri í að segja frá því hvað Skjern-handball ætti í góðu samstarfi við hina og þessa í bæjarfélaginu og hvað það væri mikilvægt fyrir handboltann hér í skjern. Svo kom sprengjan.....
Skjern-Ópera er víst til.. og er hún að fara halda einhverja 8 daga óperuhátið hér í skjern í apríl... Tilboðið var í rauninni spurning, hvort við Ísland værum til í að taka þátt í uppsetningunni....... Ég hélt hann væri að tala um að setja upp stóla eða vera í miðasölu eða eitthvað svona hefðbundið... NEI.... Spurningin var hvort við gætum einhver kvöldin leikið einhverja hermenn/riddari í sýningunni, þyrftum ekki að segja neitt en værum á sviði í einhverjum fáranlegum búningum......
Þar sem að við erum að reyna að mýkja formanninn upp fyrir heita-pottinn, þá ákváðum ég og Villi (ákváðum reyndar líka fyrir Nonna hönd) að jánka þessu. Við eigum að hitta Óperustjórann á fundi á föstud. Þar sem ég tel að sönghæfileikar mínir séu gífurlegir....... þá ætla ég að ræða við manninn um hvort það vannti ekki í aðahlutverkið, er að sjá fyrir mér að þetta gæti verið svona hliðarverkefni með boltanum, til að byrja með. Svo mundi ég henda mér í óperuna að boltanum loknum og gefa út eina jólaplötu á 2 ára fresti og lifa hamingjusamur það sem eftir væri.
kv Vignir
Skjern-Ópera er víst til.. og er hún að fara halda einhverja 8 daga óperuhátið hér í skjern í apríl... Tilboðið var í rauninni spurning, hvort við Ísland værum til í að taka þátt í uppsetningunni....... Ég hélt hann væri að tala um að setja upp stóla eða vera í miðasölu eða eitthvað svona hefðbundið... NEI.... Spurningin var hvort við gætum einhver kvöldin leikið einhverja hermenn/riddari í sýningunni, þyrftum ekki að segja neitt en værum á sviði í einhverjum fáranlegum búningum......
Þar sem að við erum að reyna að mýkja formanninn upp fyrir heita-pottinn, þá ákváðum ég og Villi (ákváðum reyndar líka fyrir Nonna hönd) að jánka þessu. Við eigum að hitta Óperustjórann á fundi á föstud. Þar sem ég tel að sönghæfileikar mínir séu gífurlegir....... þá ætla ég að ræða við manninn um hvort það vannti ekki í aðahlutverkið, er að sjá fyrir mér að þetta gæti verið svona hliðarverkefni með boltanum, til að byrja með. Svo mundi ég henda mér í óperuna að boltanum loknum og gefa út eina jólaplötu á 2 ára fresti og lifa hamingjusamur það sem eftir væri.
kv Vignir
Athugasemdir
þú "TROYJAR" þetta alveg...
en hvað segirðu er hægt að kaupa miða á þessa hátíð... greinilega mjög professional!!!
hulda dögg (IP-tala skráð) 30.3.2006 kl. 02:12
Frabært Vignir loksins ertu ad lenda a rettri hyllu!!!! Ganga upp rauda teppid med paparazzi a eftir ter!!!!
Hulda Run
Hulda run (IP-tala skráð) 30.3.2006 kl. 06:20
HAHAHAHAH!!! Þetta er viðbjóðslega fyndið! Ég sé þig fyrir mér í þröngum hvítum sokkabuxum og í herbrynju að valhoppa í einhverri óperu!!! Snilld...
valur Grettisson (IP-tala skráð) 30.3.2006 kl. 21:15
hahaha þú ert svo ruglaður...
Kv. Hafdís.
Hafdís (IP-tala skráð) 31.3.2006 kl. 09:33
meina það hlaut að koma að því.við búnir að syngja þjóðsönginn á hverjum föstudegi í meira en ár :) , hljóta að sjá þennann talent sem er á ferðinni í honum vix. og sem umboðsmaður tenoranna þriggja þá ráðlegg ég ykkur að taka ekki neinum deal núna nema að tala fyrst við mig ;)
matthias arni ingimarsson, 31.3.2006 kl. 11:32
Sælir Vignir ..... Hafdís rokkgyðja hérna megin, rakst nú bara óvart á síðuna þína... langaði að kasta kveðju á þig.... nú er víst sumarið á næstu grösum og þá rifjar maður upp alla gömlu góðu tímanna... jújú ... þegar það kveiknaði næstum í krikjunni sem Noregur gaf okkur Vestmannaeyingum... hvernig gerðist það aftur... ??? er sjálf á blog.smart.is/hverer..
hafdis Viglundsdottir (IP-tala skráð) 31.3.2006 kl. 20:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.