jújú

Og hvað er svo nýtt í þessu.... hmmmm... var að horfa á kassan um daginn og komst að því að besti sjónvarpsþáttur er Extreme Makover - Home edition.... hver fær ekki tár í augun þegar þegar allir öskra "move that truck" og allir öskra og hoppa af gleði.... eða þegar þáttarstjórnendurnir eru að segja frá hvað fólkið sem þeir eru að byggja húsið fyrir eiga bátt.... verður ekki beta.

Var bent á góða síðu um daginn þar sem þú getur horft á sjónvarpsþætti án þess að downloada þeim... mikill tímaþjófur... http://tvlinks.voodeedoo.org/ njótið.

Ætla að skella mér til kaupmannahafnar næstu helgi... og vitir menn Teitur að spila. Er að spá í að skella mér, það yrðu þá 4 tónleikarnir sem ég fer á með honum á innan við einu ári.... þetta er orðið svolítið vafasammt.... ætli ég sé skotinn í honum.

Er búinn að fá allgjöra neitun á að vera ninja í símaskránni..... fæ heldur ekki að vera hesta-hvíslari.... er að spá í að reyna hamstra-hvíslari næst eða bara hvíslari..... það gæti verið sniðugt...... "maðurinn sem hvíslar bara".... 

Hér er Auglýsingin fyrir hvíslarann: (lesist eins og það sé verið að hvísla) "vilt þú hvísla.. viltu hvísla leyndarmáli... viltu hvísla einhverju í eyrað þeim sem þú elskar" ??? (lesist venjulega) "Nú hringdu þá í hvíslarann, hann hvíslar hvað sem er gegn vægu gjaldi" svo kemur mynd af mér hálf nöktum á bjarnarfeld,  (ég hvísla), "Hverju vilt þú Hvísla".... (venjuleg rödd) Við erum við símann núna. Símanúmerið birtist á skjánum 51-Hvísl ....... og auglýsing búin..... gæti slegið í gegn en maður veit alldrei. 

Það er nefninlega það..... svo að lokum er ég dottinn í einhvern hipp hop - techno ham vanntar meira, meira, meira, búmm, búmm, búúúúmm, let me hear you say eeeeeeeeeooooooooooo, eeeeeeeeeooooooooo.

kv Vignir Hvísl


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Tryggvi Unnarsson

ég kannast við þetta.. fæ ekki stórksáld sett inn hjá mér..

Jón Tryggvi Unnarsson, 16.11.2006 kl. 18:36

2 Smámynd: Vignir Svavarsson

Já hvað er að þessu liði.... afhverju gera þau ekki bara eins og þeim er sagt....

Vignir Svavarsson, 16.11.2006 kl. 18:39

3 identicon

(Lesist sem hvísl) Ég finn til með ykkur strákar. En ég skil afhverju Jón fær ekki titilinn „Stórksáld.“

(Lesist venjulega) En ég er að pæla í því að sækja um að fá vera kattarhvíslarinn. Tel mig hafa náð sögulegum árangri í samræðum við köttinn minn um daginn.

Valur Grettisson (IP-tala skráð) 17.11.2006 kl. 11:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband