jaaahá

Mig hefur alltaf dreymt um að vera rokkstjarna.... þegar ég var 14 ára (lítill og vel í holdum) var ég moggastrákur, bar út moggann samviskusamlega hvern morgun og fékk fyrir það pening. Peningunum safnaði ég til að geta keypt mér Trommusett...

Ég keypti mér trommusett og byrjaði að æfa mig... Stofnaði hljómsveit með vinunum og héldum æfingar reglulega... Hljómsveitin hét The Dizzy Mint Family.... ekki ónýtt nafn þar á ferð.... átti reyndar fyrst að heita The Gay Boys and The Dizzy Mint Family en ákveðið var eftir stíf fundarhöld að sleppa fyrrihluta nafnsinns. Við æfðum eins og við værum að fara að slá í gegn á hverri mínútunni

Fyrstu tónleikarnir voru fyrir fjölskyldur okkar, við fengum efrhæðina á íþrótthúsinu við strandgötu lánaða og tróðum upp við mikinn fönguð. Næstu tónleikar voru í grunnskólanum okkar þar sem við spiluðum á bleyjum og í skyrtum afþví að við vorum svo flippaðir.... spiluðum á nokkrum tónleikum á vegum hafnarfjarðarbæjar.... svo einvherju seinna hættum við, fjarðapósturinn gerði ítarlega úttekt á sögu hjómsveitarinnar og leiðari morgunblaðsins fjallaði eingöngu um hljómsveitina. Í Mogganum var meðal annars sagt "Bjartasta von íslands hefur ákveðið að hætta, sorgin sem ríkir inn á fréttastofu morgunblaðsins er ólísanleg, helmingur starfsmanna sá sér ekki fært að mæta í morgun sökum sorgar"

Síðan þá eru liðin mörg ár, ég er búinn að stækka aðeins, ekki lengur með eyrnalokk, hættur að safna hári eins og Kurt í Nirvana og búinn að selja trommusettið og kaupa mér gítar....

Nú held ég reglulega tónleika fyrir sjálfan mig, spila eða reyni að spila á gítar og syng eins og ég sé Maria Carrey, stefnan er tekinn á að sigra heimin sem rokkstjarna um leið og ég er hættur að nenna handbolta.. ég gæti orðið með stærstu tónlistarmönnum íslands.... og þá meina ég að það eru ekki margir yfir 196 á hæð....

Hér til hliðar er ég kominn með tónlistarspilara.... voða voða sniðugt. Þessi lög sem eru þar núna eru bæði fengin eftir ábendingar frá manninum á Bifröst. Stefni á að bæta inn ljúfum tónum þegar mér henntar og hana nú!!!

kv Vignir
Ninja/Hesta-hvíslari/Rokkstjarna


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já takk fyrir tónleikana um daginn - í gegnum Skype-ið!

kiss kiss Íris.

Í r i s (IP-tala skráð) 3.11.2006 kl. 10:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband