Miðvikudagur, 18. október 2006
jújú
Dagurinn sem ég ákvað að verða bulla.... Fór í gær til Manchester á sjá Man U spila við FCK í meistardeildinni. Flugum frá Billund beint til Manchester, reyndar var einhver 4 tíma seinnkun á fluginu en við náðum í tíma fyrir leikinn þannig að það skipti ekki máli.
Ég hélt að sjálfsögðu með FCK enda ekki hægt að halda með Man U. Það verður ekki sagt annað en að þetta hafi verið snilld, sátum í miðjum bulluhópnum og tókum virkilegan þátt í látunum. Sungum og trölluðum FCK söngva allann leikinn. Þrátt fyrir 3-0 sigur Man U þá var þetta hrikalega skemmtileg upplifun.
kv Vignir
Athugasemdir
já veistu vignir , hélt einmitt að ég hafi séð þig á ESPN;)
matthias arni ingimarsson, 19.10.2006 kl. 14:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.