Þriðjudagur, 3. október 2006
já já
Mæli með að menn verði sér út um kvikmyndina "Hercules in New York" þar sem Arnold nokkur Schwarzenegger fer með aðalhlutverkið. Myndin er síðan 1970 og er fyrsta myndin sem Arnold leikur í.
Hercules in New York er leikstýrð af Arthur Allan Seidelman sem hefur gert meðal annars myndirnar:
Which Mother Is Mine?(1979)
I Think I´m Having a Baby(1981)
Addicted to His Love (1988)
A Friendship in Vienna (1988)
The Kid Who Loved Christmas (1990).
Einnig hefur hann leikstýrt "Fame" þætti og svo er hann maðurinn á bakvið bestu "Murder, She Wrote" þættina en þeir heita
-Menace, Anyone?
-Murder by Appointment Only
-School for Scandal
-Murder in the Afternoon
-Murder at the Oasis. (frábær þáttur þar sem ung stúlka er drepinn á Oasis tónleikum svo heppilega vill til að Jessice (leikinn af Angela Lansbury) var á tónleikunum (enda forfallinn aðdáandi) og fer í það leysa þessa undarlegu morðgátu.
En aftur að "Hercules in New York".
Hinn Guðdómlegi Hercules er orðinn þreyttur á sínu tilbreytingalausa lífi á "Mount Olympus" og byður föður sinn Zeus um leyfi til að fara í frí til jarðar. Beðni hans er neitað. Þrátt fyrir það heldur Hercules til New York í óþökk föður síns. Á jörðunni kemst hann í hann krappann því þar er hann ekki vinsæll sökum hroka hans, hann lemur fjöldann allann af mönnum og dýrum, eftirminnilegt er atriði þegar hann snýr niður Skógarbjörn sem sloppið hafði úr dýragarði.... frábærir tímar.... frábært atriði. Zeus faðir Herculusar kemst að því að hann hafi farið í "frí" til jarðar þrátt fyrir að hann hafi bannað honum það og sendir Nemesis til að sækja hann... en allt kemur fyrir ekki. Nemesis nær ekki að sannfæra Hercules um að koma til baka til "Mount Olympus" og endar myndinn í æsispennandi bardaga- og eltingaleik
Frábær mynd... frábær leikur... frábært handrit... frábærir tímar, sennilega bestu tímar lífs míns
kv Vignir
Athugasemdir
getur ekki ímyndað þér hvað ég er stoltur af því að þessi maður skuli vera valdamestur í þessu blessaða fylki sem ég kalla heimili mitt í augnablikinu :D
matthias arni ingimarsson, 5.10.2006 kl. 05:20
Er þér farið að leyðast svona rosalega í Skjern??
Kveðja
Rósa Lyng
Rósa Lyng Svavarsdóttir (IP-tala skráð) 5.10.2006 kl. 10:07
Sá brot úr þessari mynd einhverntíman, algjör snild... fékk hún ekki óskarinn??
Þórir Ólafsson, 5.10.2006 kl. 20:28
þú mátt vera mjög stoltur Matthias...
Leyðast, það er ekki hægt að láta sér leiðast þegar maður er nýbúinn að sjá svona meistarstykki...
hún fékk 47 eða 48 óskara, engin mynd fengið fleiri.
Vignir Svavarsson, 5.10.2006 kl. 20:59
Já hann Allan Seidelman hefur nú ekki gert mikið síðan hann gerði Herkúles og I Think I´m Having a Baby. Síðari myndin var að sjálfsögðu stórkostlegt epískt stykki um andlega fatlaða stúlku sem vissi ekki hvort hún væri að kljást við offitu eða barnsburð.
Heyrði að Bette Midler hafi viljað leika aðalhlutverkið en ekki fengið. Fékk þó ekki miklar viðtökur á sínum tíma af einhverri ástæðu.
Valur Grettisson (IP-tala skráð) 10.10.2006 kl. 10:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.