Það er alltaf gott að fá mömmu og pabba í heimsókn. Þau hafa þrisvar held ég komið í heimsókn og í hvert skipti sem þau koma þá eiga sér stað ýmsar breytingar á mínu heimili, með og án míns samþykkis... Flestar þessar breytingar hef ég verið sáttur með. Pabba fannst t.d hitamælirinn sem hann keypti og setti upp allveg stórkostlegur, ég var sáttur með hann en get ekki sagt að mér fannst hann jafn æðislegur og pabba.... Breytingarnar hafa yfirleitt ekki verið miklar, en þó alltaf einhverjar.

Skúffan sem ég geymdi plastpoka í var færð einum neðar og keypt voru fleiri glös því mamma drekkur ekki mjólk úr IKEA plastglasi (ekki spyrja afhverju). Það er einn hlutur sem móðir mín hefur alltaf breytt þegar hún kemur í heimsókn og það er hvar hún geymir brauðið.... fyrst þegar hún kom hingað þá bjó hún til svona brauðskúffu, sem ég fann 3 vikum eftir að hún fór. Í annað skiptið sem hún kom þá lá brauðið alltaf á borðinu. Mamma og pabbi voru hér síðast fyrir um það bil mánuði....... í gær fann ég brauð falið bakvið morgunkornið lengst inn í skáp.....

Ég ristaði brauðið og gaf Jeppe það..... hann liggur upp í rúmi og grætur undan magaverkjum.... ég get varla hætt að hlæja að honum..... ekkert eðlilega fyndið að sjá hann liggja þarna sárkvalinn og hálfgrátandi.

kv Þjálfi


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú þyrfti að fara sýna myndir af þessum Jeppe. Mig er farið að gruna að þetta sé ímyndaður vinur, eða verra, hliðarsjálf þitt!

Valur Grettisson (IP-tala skráð) 26.9.2006 kl. 12:21

2 Smámynd: matthias arni ingimarsson

en hvernig er það vix hvernig kemur jeppe og láka samann?

matthias arni ingimarsson, 27.9.2006 kl. 23:48

3 Smámynd: Vignir Svavarsson

Ég smelli myndum af Jeppe fljótlega hér inn....

Láka og Jeppe kemur engaveginn saman, þeir slást eins og hundur og köttur þegar þeir eru í saman herbergi.

Vignir Svavarsson, 28.9.2006 kl. 13:07

4 Smámynd: matthias arni ingimarsson

þanngi ég geri ráð fyrir því að þú stundir það svolitið að láta þá slást og tekur við veðmálum????

annars er ég með 7.5 grænlenska krónu á láka í næsta slag

matthias arni ingimarsson, 28.9.2006 kl. 14:52

5 Smámynd: Vignir Svavarsson

7.5 grænlenskar á Láka. Þetta er bókað.... ég tek við veðmálum fram til kl 15:00 á laugardaginn (Danskur tími)

Vignir Svavarsson, 28.9.2006 kl. 14:56

6 Smámynd: matthias arni ingimarsson

get ég svo hent nokkrum rúblum á jeppe svona til að covera mig? ;)

matthias arni ingimarsson, 28.9.2006 kl. 22:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband