Föstudagur, 16. nóvember 2007
jámm
Var að koma frá landamærunum ásamt einum úr liðinu. Þetta var í fyrsta skiptið sem ég geri mér ferð þangað en félaginn gerir þetta reglulega og var með innkaupalista frá fjölskyldu og kunningjum. Ég ætlaði nú bara að kaupa mér einn, tvo kassa af bjór og kannski eitthvað smá slik ef það freistaði mín....
Þetta endaði náttúrulega þannig að ég keypti fimm kassa af bjór og 3 kassa af gosi og borgaði sama og ekki neitt fyrir. Félaginn fyllti restina af bílnum en við versluðum saman lagt næstum 50 kassa af gosi og bjór. Veit samt ekki alveg af hverju ég var að versla allan þennan vökva... ég verð alla eylíf að klára þetta... en ég verð allavega ekki þyrstur fram að því.
kv Vignir
Athugasemdir
Gotta luv deutschland
MM4 (IP-tala skráð) 17.11.2007 kl. 01:10
meina gott að hafa sma byrðir ef ég skyldi nu detta inn á jótlandið aftur fljótlega ! ;)
matti (IP-tala skráð) 17.11.2007 kl. 10:57
Veit ekki hvort luv sé rétta orðið.....
Matti minn nú er nóg til af vökva á Violvej 12
Vignir Svavarsson, 17.11.2007 kl. 11:16
Ég hélt þú værir farinn að þekkja það Vignir að bjór þjónaði álíka mikilvægu hlutverki og klósettpappír í svona örbæjum á Jótlandi eins og okkar.....svona kassar eru fljótir að hverfa í þessu umhverfi;-)
Tryggvi H (IP-tala skráð) 17.11.2007 kl. 11:23
hvað yrði þetta þá fljót að fara ef þið byggjuð í ölholm? heh
matti (IP-tala skráð) 17.11.2007 kl. 17:13
Ég segi nú bara eins og einn: það er betra að eiga ekkert til. Ef eitthvað er til þá er drukkið þangað til að ekkert er til.
p.s Matti ég er með það á hreinu hver þú et núna. Var að velta því fyrir mér hver þú værir á minni síðu
Kiddi B (IP-tala skráð) 18.11.2007 kl. 00:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.