Föstudagur, 9. nóvember 2007
ja ja
Það er nú ekki oft sem eitthvað gerist í þessum blessaða bæ sem ég bý í en í gær dró heldur betur til tíðinda... Já Shell bensínstöðin mín sem er hérna 200 metra frá heimili mínu var rænd í fyrradag... já það er ekkert grín að búa í sveitinni í Danmörk.
Á ránskvöldinu var ég ekki langt frá því að fara á Shell-stöðina mína og kaupa mér eins og eitt stykki húkkulaði eða jafnvel ís, en ég ákvað að sleppa því þar sem ég er að passa svo mikið upp á línurnar!!! Það hefði verið hressandi að lenda í vopnuðu ráni svona á miðvikudagskvöldi... en svo var ekki.
Ræninginn er ekki fundinn sem er frekar dapurt miðað við að hann var fótgangandi en ef maður hugsar út í það, þá tekur lögregluna sennilegan dágóðan tíma að koma sér til skjern og ræninginn sennilega búinn að labba til Rússlands á meðan þetta er jú sveitin....
En ég hef sett mér markmið að finna ræningjann og gera sjálfan mig að sjálfskipuðum lögreglumanni hér í bæ. Ég er þegar byrjaður og er búinn að yfirheyra fjölda manns í dag aðallega innflytjendur en þeir voru eiginlega þeir einu sem voru heima þegar ég gekk í hús milli 8 og 16 í dag... eða ekki.
kv Vignir
Athugasemdir
Sjálfskipaði löggæslumaðurinn Viggi byssa! Þetta er algerlega borðleggjandi...
Sanna Veins (IP-tala skráð) 9.11.2007 kl. 18:41
Jááá, vá hvað Viggi byssa er ótrúlega gott nafn.... þetta getur ekki klikkað.
Vignir Svavarsson, 9.11.2007 kl. 22:19
þetta er líka allveg tilvalið fyrir þig ! fara í hlýra og geta sýnt byssurnar ... en mætti Grisom ekkert á staðinn að dust for prints og sonna?? ... hann var kannski busy hérna í köben fyrir framann luxx var allanvega nóg af löggum þar , er með myndir til að sanna það heh
matti (IP-tala skráð) 12.11.2007 kl. 16:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.