Þriðjudagur, 6. nóvember 2007
jámm
Var að koma frá Álaborg þar sem jafntefli var staðreynd í frekar slökum leik, en dómararnir voru svona í slakari kantinum og réðu hálfpartinn úrslitum leiksins, en nóg um það ég ætla ekki að fara að hljóma eins og Kiddi Bjé hérna... en ég var góður slatti af mörkum og slatti af stoðsendingum, var tekinn úr umferð bróðurpartinn af leiknum.... eða ekki.
Er búinn að vera að horfa á næturvaktina á netinu. Sá á heiður skilið sem nennir að setja þættina inn á netið... tek hattinn af, hrósa honum, gef honum fimmu uppi og niðri, hrópa þrefalt húrra og hoppa í hring fyrir þeim manni.
Var að átta mig á því að það er búið að vera sama lagið í spilaranum hér til hliðar síðan danskvöldið ógeymalega, var reyndar að átta mig á því að ég hef sama og ekkert dansað síðan þá.... ætli ég sé hættur að dansa til að gleyma eða kannski langar mig bara ekkert að gleyma lengur.
En allavega ætla ég að bjóða upp á nýtt lag.... og annað til jafnvel... og jafnvel hafa þau dönsk bara hvernig væri það.... ætla að skoða þetta.
Búinn að skoða þetta og tvö dönsk lög ættu að vera kominn í spilarann hér til hliðar.
Fyrra lagið er hressandi dans-slagari með hljómsveit að nafni "Turboweekend" ég transast allur upp og fer í gamla e-pillu gírinn þegar ég heyri þetta lag, langar í glóstick, dómaraflautu og hvítan hlíra.... eða ekki, en hressandi lag.
Hitt lagið er með dönsku unglingunum í "Dúné"... Þessir krakkar koma frá Skive og eru ekki nema sautján ára og eru bara nokkuð góð, reyndar svolítið fyrirsjáanleg en engu að síður hressandi og það er nú fyrir öllu.
kv Vignir
Jæja þetta er ekki að ganga nógu vel með þessi lög og klukkan orðin margt.... ætla koma mér í bólið, en ef ykkur langar ótrúlega að hreyra þessi lög þá hringið þið bara í mig og ég skal leyfa ykkur að njóta þeirra í gegnum nýja símann minn.
Athugasemdir
Ég afpanta hér með sófann hjá þér. Kann ekki við þessi orð í minn kviðmágur! Hélt að þú myndir koma betur fram við ættingja þína.
Kiddi B (IP-tala skráð) 6.11.2007 kl. 02:48
heheh hvaða hvaða Kiddi minn það þíðir ekkert að fara í fýlu.... þú getur ekkert afpanntað sófann hann er kominn í framleiðslu, það er einfaldlega of seinnt.
Vignir Svavarsson, 6.11.2007 kl. 12:20
hehehehe
okkur Hreiðari fannst þett mjög fyndið í gær. Góð kynding þetta. Ekkert að því að skjóta á menn til að hressa upp á veruleikan hjá manni
Kiddi B (IP-tala skráð) 6.11.2007 kl. 13:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.