Sunnudagur, 4. nóvember 2007
já já
Þá hefur það verið skjalfest að leiðin að hjarta mínu liggur í gegnum magann.... það er nefnilega það, hressandi að fá þetta staðfest, mig var búið að gruna þetta í svolítinn tíma en gott að fá þetta á hreint.
Undradrengurinn Matti er mættur til dk og fjárfesti í iphone fyrir mig í hinu útlandinu áður en hann kom í þetta útland. Þetta er í fyrsta skiptið sem ég kaupi mér ekki ódýrasta síman í búðinni. Fékk síman í gær og mikið ofboðslega er þetta skemmtileg græja. Þurfti reyndar að lesa mig aðeins til á netinu til að kracka símann en það gekk fyrir rest og ég var og er mikið, mikið glaður með tækið.
Nfl strákurinn var að fara hamförum á og eftir æfingu í dag. Hann talaði ekki um annað en það að Colts og Patriots leikinn í kvöld. Djöfull er ég kominn með ógeð á að hlusta á hann tala um Nfl, það er alveg sama þó að í tvö og hálft ár hafi ég ekki sýnt neinn áhuga á því þegar hann er að tala um Nfl en einhvern veginn heldur hann bara áfram, hef meira segja sagt að þetta sé hundleiðinlegt.... en nei drengurinn er bara ekki að ná þessu. Óþolandi Nfl helvítis drasl.
Jæja ætla hætta þessu og fara að horfa á NFL.
kv Vignir
Athugasemdir
horfði á eina sendingu frá colts í gær en þá fékk ég nóg af hellvíts bauna lýsinum og sofnaði....svo verðuru að passa að jeppe reyni ekki að stela símanum !
matti (IP-tala skráð) 5.11.2007 kl. 08:42
Já það er munur að fá þetta svona staðfest fyrir mann. Hahaha ætli stelpurnar standi ekki í röðum með e-t gúmmelaði með sér næst þegar þú kemur til Íslands. Svona fyrst það er opinbert að það sé rétta leiðin að hjarta eins heitastia piparsveins landsins
Í sambandi við síðustu færslu...... þá er ég heldur ekkert viss um að mér þyki vænt um þig, bara svo þú vitir það hahaha.
Berglind Bjarnadóttir (IP-tala skráð) 5.11.2007 kl. 17:24
Heyrðu já talandi um Jeppe, ég lét hann fá símanúmerið þitt Matti, hann ætlaði eitthvað að spyrja þig hvort þú gætir ekki reddað honum svona síma.
Berglind ég skil ekkert í þér að þú hafir ekki komið í heimsókn til mín... verð bara að segja að ég er nokkuð sár... hitti Gústaf Bjarna en ekki þig.... en gott að fá þetta staðfest með væntumþykjuna
Vignir Svavarsson, 5.11.2007 kl. 23:24
hahahahaha ég frétti ekki að þú værir á landinu fyrr en þú varst farinn. Þér er hér með boðið í 1 kaldan þegar þú kemur næst á klakann eða þú býður mér, sama er mér. Við verðum að reyna að bjarga væntumþykjunni á milli okkar
Berglind Bjarnadóttir (IP-tala skráð) 6.11.2007 kl. 10:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.