jám

Jæja þá er maður víst kominn í sveitina aftur eftir ágætis viku á íslandi. Merkilegt þessi vika var fljót að líða, náði nú samt að hitta sem flesta en þeir sem ég hitti ekki.... þá þykir mér ekki vænt um ykkur.

Datt í þvílíkan lukkupott í kvöld því í þessum töluðu orðum er verið að sýna hina klassísku Road House á 3 plús. Þessi mynd var og er í miklu uppáhaldi hjá mér.

Hún var í uppáhaldi hjá mér því mér fannst ekkert eðlilega kúl þegar Patrick reif barkann úr vonda gæjanum og hvað hann var hrikalega góður að slást og myndin er í uppáhaldi því hún er ekkert eðlilega léleg í alla staði, endalaust af lélegum one-linerum, slökum bardögum og ekki síst alveg skelfilega illa leikin, en allt þetta gerir myndina af instant klassík.

kv Vignir 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

herru vorum einmitt að horfa á hana um daginn í Cali, mér fannst hann bestur að vera alltaf með læknaskýsluna í rassvasanum bara ef eh skildi koma upp á heh

matti (IP-tala skráð) 1.11.2007 kl. 13:49

2 identicon

Vignir, kvikindið þitt, Jeppe, er að reyna að komast yfir köttinn minn! Hafðu hemil á gimpinu.

Kv. Valur

Valur (IP-tala skráð) 1.11.2007 kl. 23:45

3 identicon

Sæll Vignir

Var að lesa Fréttablaðið og hvað er þar að finna annað en heil síða með heitustu piparsveinum landsins og gettu hvað? þar ert þú. Ekki það að mér finnist það neitt skrítið. Ég er að spá í að skrifa þetta hérna upp úr blaðinu fyrir þig og aðra sem ná því miður ekki að lesa blaðið.

Vignir Svavarsson

Hann er ekki bara handboltakappi heldur Hafnfirðingur og golfari með meiru og hefur heillað marga stúlkuna með töktum sínum innan vallar sem utan. Hann þykir með einsdæmum myndarlegur og ekki spilla breiðar karlmannlegar axlir fyrir honum. Vignir hefur mikla unun af mat og matargerð og því gæti leiðin að hjartanu farið í gegnum magann. Faðmur hans er eflaust einn af þeim heitustu á landinu og sú kona sem mun krækja í hann verður ekki svikin enda toppleikmaður á ferð sem reikar einsamall um enn sem komið er.

Mér finnst ég hafa verið snuðuð þar sem ég fékk alls ekki að njóta þessarar matargerðar sem þú hefur svo mikla unun af þegar ég var hjá þér.

Mamma sagði mér frá þessari grein þar sem konurnar í vinnuni hjá henni (40+) voru eitthvað að slefa yfir piparsveinum Íslands. Ef þig vantar stefnumót gæti mamma alveg reddar þér.

Bestu kveðjur

Rósa Lyng

Rósa Lyng (IP-tala skráð) 2.11.2007 kl. 22:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband