júogjá

Það var allþjóðlegur þrif-dagur hér í Skjern... ryksugað, þurkað af og skúrað..... Ég er maður mikills svita og við þessi átök mín í dag náði ég að missa ein 8 kíló.... vökvatapið bætti ég upp með því að fá mér 2 kalda yfir leikjum kvöldsins, grínlaust þá svitnaði ég eins og lúða í kirkju... (sem er allveg hellingur)

Ég sá Liverpool leikinn í gær og hélt það væri ekki hægt að spila mikið leiðinlegri fótbolta þangað til ég horfði á FCK-Benfica í kvöld... þvílík leiðindi... það hefði nánast verið skemmtilegra að vera heima með Jeppe.... nei... ég er feginn að ég horfði á fótbolt.

Ég reyndi aðeins að auka skemmtanagildi fótbolta með því að leggja peninga undir. Sumir hefðu farið hina hefðbundu 1X2 leið, ekki ég.... ég ákvað, ásamt fleirum að veðja á að það yrðu yfir 10 hornspyrnur í leiknum (það er hægt að veðja á allt hérna í baunalandi). Fyrstu mínúturnar voru æsispennandi... ég reyf mig upp úr sófanum trekk í trekk, ekki vegna margra markafæra.....  heldur var ég að vonast eftir hornspyrnum.... Ég tapaði pening, hornspyrnurnar vour 6 í einhverjum leiðinlegasta fótboltaleik sem ég hef séð lengi (hann endaði 0-0)

Hamar, steðja og ístað  eru að dans við Jim Noir og plötuna hans "Tower of Love", skemmtilegt allt saman, voða gaman. 

kv Vignir


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband