Þriðjudagur, 16. október 2007
jájá
Í dag skellti ég mér á rakarastofuna og lét klippa mig. Ég tók þessa venjulegu línu sem ég geri alltaf þegar ég sest í rakarastólinn og sagði stúlkunni að hún mætti bara ráða hvernig hún klippi mig. Það er ekki annað hægt að segja en að hún hafi staðið sig frábærlega, ég er glæsilega klipptur og er ekki frá því að ég hafi alldrei verið myndarlegri..... eða hvað.
Nema hvað þegar stúlkan er svona að leggja loka hönd á klippinguna spyr hún mig" hvort hún megi ekki aðeins stytta eitthvað á mér, það er orðið svolítið sítt". Ég jánkaði náttúrulega bara eins og ég viti nákvæmlega um hvað hún er að tala.... en nei ég var ekki alveg að ná þessu hjá henni. Gæti verið því ég ákvað að hætta skilja dönsku.... hún var að spyrja hvort hún mætti ekki stytta aðeins á mér augabrýrnar, sem og hún gerði.
Hvað er það... ég stundaði það í nokkur ár að fara bara í klippingu í útlöndum (þ.e.a.s. ekki á íslandi) og hef verið klipptur í góðum meirihluta af öllum löndum í Evrópu en aldrei hafa verið snyrtar á mér augabrýrnar. Ég vissi ekki að það mætti hélt að það hefði dáið um leið og Vanilla-Ice datt úr tísku.
Þannig að næst þegar þið sjáið mig takið vel eftir hvað ég er með vel snyrtar augabrýr, samt ekki hýr, bara hausinn hann er nýr, er samt nokkuð skýr..... já já.
kv Vignir
Athugasemdir
plís segðu mér að þú hafir fengið Vanilla Ice línu rakaða , þú yrðir svo töff í nýja bolnum með rakaða augabrún , meina ekkert hýr , bara hlottur !!!!
matti (IP-tala skráð) 16.10.2007 kl. 15:31
nei hún klippti bara á mér augnbrýrnar, stytti þær eða eitthvað. Ég hefði eiginlega frekar verið til í að fá bara vanilla-ice línu og jafnvel eldingu yfir eyranu... þá fyrst væri ég hlottur.
Vignir Svavarsson, 16.10.2007 kl. 20:27
og #20 rakað í hnakkann á þér ;)
matti (IP-tala skráð) 16.10.2007 kl. 20:46
Eða eins og þeir segja í village people, "It´s okay to be a gay for a day."
Ég er stoltur af þér. Þá er bara að gráta yfir Ophru Winfrey með snyrtu augabrúnirnar.
valur (IP-tala skráð) 19.10.2007 kl. 15:47
Það er nefnilega bara svoleiðis að því eldri sem þú verður því lengri augnabrúnna hár færðu.... þetta er aldurinn Vignir minn þú ert að verða gamall karl.....;-)
Hulda systir (IP-tala skráð) 22.10.2007 kl. 16:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.