Mánudagur, 15. október 2007
jám
Ég ætla hér með að kynna til leiks NFL-strákinn.
NFL-strákurinn er alinn upp á bóndabæ hér í grenndinni hann drekkur ekki og hefur aldrei gert, hann hefur gaman af dýrum og að lyfta lóðum. Pabbi hans og hann eru miklir aðdáendur af Tracktor pulling... í mörg ár keppti pabbi NFL-stráksins í Tracktor Pulling, sem er alveg eðlilegt.
NFL-strákurinn er góður strákur sem vill engum illt það eina sem fer svolítið í taugarnar á mér með NFL-strákinn er að hann getur ekki drullast til að tala um neitt annað en NFL (Amerískan fótbolta). Þetta er komið á það stig að ég er að spá í að hætta skilja dönsku bara svo ég þurfi ekki að hlusta á NFL-strákinn tala um NFL.
Ekki það að mér finnist þetta NFL eitthvað leiðinlegt en fyrr má nú fyrr vera NFL-strákurinn talar ekki um annað.... og ég hef gjörsamlega kominn með upp í kok á því þegar NFL-strákurinn er að lýsa fyrir einhverri magnaðri tæklingu eða rosalega spennandi loka mínútum.
Hingað og ekki lengra ég er hættur að skilja dönsku.
kv Vignir
Athugasemdir
Þú verður bara að hefna þín og tala af ótakmörkuðu dálæti um rottuhlaup Indverja og curly.
Bæta svo við að NFL gæjarnir séu hommalegir í þessum þröngu sokkabuxum sem þeir spila í. Svo virðist leikurinn ganga út á það að fella menn og liggja ofan á þeim.
Hommalegasta sport sem ég hef horft á. Fyrir utan vaxtarækt kannski.
valur (IP-tala skráð) 15.10.2007 kl. 14:26
pínu svona eins og júdó , fullvaxta fólk að veltast um á gólfdúk í náttfötunum
matti (IP-tala skráð) 15.10.2007 kl. 19:50
Ég var ekki búinn að sjá þetta með þröngu buxurnar og glímubrögðin.... það gæti bara verið að NFL-strákurinn spili með hinu liðinu..... maður spyr sig.
Vignir Svavarsson, 15.10.2007 kl. 23:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.