Miðvikudagur, 5. apríl 2006
jú jú
Virðist vera að ná mér í fuglaveikinna er búinn að vera eitthvað slappur síðastliðna dag, ég hefði kannski átt að sleppa því að sleikja þessa dauðu fugla sem láu út í garði hjá mér um daginn.
Uppselt er á sturtuóperuna.
Ég er hættur að "kaupa mér" tónlist í bili, var að fara í gegnum tölvuna mína og komst að því að ég á eftir að hlusta almennilega á heilan helling af þessu stöffi sem ég er með.´
Er búinn að brjóta 2 skrifborðsstóla á síðastliðnum mánuði, ég veit..... ég er Vignir, ég er hlunnkur. Sit núna í hálfnýjum stól sem Villi pimpaði saman.
Verð í Þýskalandi yfir páskana að safna yfirvaraskeggi.
Mæli með að fólk hlusti á nýju Mates of State plötuna Bring it Back, þar gríðarhresst gleðipopp á ferð.
Mæli með að mæla með hlutum.
Mæli á móti að mæla á móti hlutum, nema þú mælir á móti þeim.
Mæli með.... hinu og þessu.
hafið það gott
kv Vignir
Athugasemdir
Hehehe... Með þessa óperu, ég sé þig visst fyrir mér sem riddarastadisti. Kannski að maður kíki á sturtusýninguna hún hljómar vel. Var sammt að spá hvort að þjóðsöngurinn væri sunginn á föstud.?? pæling kveð Formaður V
viggigunn (IP-tala skráð) 6.4.2006 kl. 12:29
Þjóðsöngurinn hefur verið látinn víkja fyrir mid om natten, sem er sungið hvern föstudag við miklar undirtektir.
Vignir Svavarsson, 6.4.2006 kl. 13:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.