jájá

Ég er að  skynja það að fólk sé ekki að meta síðustu færslu um Dr. Alban eða Doktorinn eins og ég kalla hann. Er fólk ekki að átta sig á að þarna er einn færasti listamaður samtímans á ferð.

En að öðru. Sat í makindum mínum og var að horfa á sjónvarpið í gærkvöldi. Klukkan var einhverjar mínútur gengin í tólf og ég var á þessu vanalega stöðvaflakki svona rétt fyrir svefninn. Sé ég út undan mér að það er eitthvað kvikyndi að skríða á stofugólfinu, mér bregður. 

Risastór kónguló, viðbjóður.Hún horfði grimmilega í augun á mér þegar ég teigi mig eftir flugnaspaðanum. Með öllu mínu afli kleyf ég loftið með flugnaspaðanum. Í minningunni gerðist þetta allt í slow motion. Kóngulóin horfði á mig allan tíman á meðan spaðinn þaut í áttina að henni. Rétt áður en ég bjó mig undir að heyra smell í gólfinu og fá kóngulóarblóð yfir mig allan, rétti kóngulóin eina löppina út og greip spaðann. Hrifsaði hann af mér, beit hann í tvennt og henti honum út í horn.

Ég panikaði gjörsamlega. Stökk upp á eldhúsborðið og öskraði eins og sjö ára stelpa. Tók allt steini léttara og henti í átt að köngulónni. Það var sama hverju ég kastaði hún náði alltaf að slá það í burtu eða koma sér undan... og ég er þokkalega góður í að kasta.

Nú voru góð ráð dýr. Ég stökk af eldhúsborðinu opnaði skúffuna, náði í hníf og kastaði honum að öllu afli í áttina að köngulónni. Hnífurinn hringsnerist í loftinu og stefndi  á köngulóna. Á einhvern undraverðan hátt náði köngulóin að grípa hnífinn.

Ég var króaður af í mínu eigin eldhúsi með morðóða matrix könguló tveimur metrum fyrir framan mig. Ég reif upp stærsta hnífinn minn, því ég ætlaði ekki að deyja án þess að hafa farið í Lególand. Nú hófst einhver erfiðasti og lengsti hnífabardagi sem ég hef nokkurtíman tekið þátt í. Ég reyndi öll trixin mín en köngulóin virtist eiga svör við þeim öllum. Hún var vel þjálfuð það fór ekki á milli mála.

Eftir um það bil 3 tíma bardaga var ég að þrotum kominn, kófsveittur með smáskrámur út um allan líkama. Ég hugsaði með mér "ég get ekki meir, ég get ekki meir". Ég var farinn að sjá fram á að þetta var mitt síðasta, ég kæmist aldrei í Lególand. Kóngulóin gekk hægum skrefum í áttina á mér með hnífinn í hönd tilbúinn til að ganga frá mér.

Ég leit í kringum mig. Sá filmubox liggjandi á gólfinu og lyftiduftið frá því ég var að baka fyrr um daginn var enþá á borðinu. Ég held ég hafi aldrei verið sneggri en á næstu sekúndum. Ég stökk á fætur reif filmuboxið, helti lyftidufti í það og stökk að eldhúsvaskinum og sett smá vatn í, lokaði hristi og kastaði því undir kóngulóna. Kóngulóin horfði undrandi á mig. Hún áttaði sig á því hvað væri að gerast. Ég sá stolt í augunum á henni rétt áður en hún sprakk í loft upp. Köngulóin vissi það að hún hafði tapað fyrir verðugum andstæðing.

Lærdómurinn sem má draga af þessari sögu er "flýtum okkur hægt í umferðinni"

kv Vignir 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

heldur að það sama hafi ekki komið fyrir mig , nema það var maur en ekki kónguló , spooky stuff ;)

matti (IP-tala skráð) 10.9.2007 kl. 17:08

2 Smámynd: Vignir Svavarsson

Morðóður Matrix Maur...það hljómar ekki vel.

Vignir Svavarsson, 10.9.2007 kl. 23:12

3 identicon

hehehehehehehehehehehehehehehehe......djøfull ertu gódur madur...en ég meina...kønguló er med hvad 6 eda 8 fætur..svo tetta var drullugódur sigur :)

Tinna (IP-tala skráð) 12.9.2007 kl. 16:52

4 Smámynd: Vignir Svavarsson

Átta fætur held ég, það var reyndar erfitt að telja fæturnar í öllum hasarnum.... ég er þokkalega sáttur með þennan sigur... einn sá besti sem ég hef upplifað.

Vignir Svavarsson, 12.9.2007 kl. 20:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband