Þriðjudagur, 4. september 2007
ja ja
Matti er kom með eina bestu hugmynd sem ég hef heyrt lengi... Frikki Wuppertal kom með möntvask og kaffi hús.... Svavar Vignis kemur með sólbaðstofu og bakarí. Þetta dæmi getur ekki klikkað...
Ég hef fundið það að alltaf þegar ég fer í ljós og þá erum við að tala um mörg skipti enda hef ég verið þekktur fyrir að vera mjög svo hrifinn af Tan-lækninum, að þegar ég stend upp úr bekknum þá hefur mér alltaf langað í eins og eitt rúnstykki eða jafnvel vínarbrauð... nú ætla ég að sameina þessi tvö áhugamál mín og opna eitt stykki bakarí og sólbaðstofu... kemur sennilega til með að heita "bakarí og Tan" eða "Sólarí" eða eitthvað álíka.
Fór til Árhus á föstudaginn, fékk mér að borða og fór á reif.... já við erum að tala um strópinn og reykvélina... já allur pakkinn. Fór svo á laugardaginn og horfði á Haukana tapa á móti Sandefjörd... fékk svo að hanga með strákunum um kvöldið... spiluðum póker og ég af öllum mönnum vann þá í póker.... það er yfirleitt hlegið af mér þegar ég spila póker með dönunum en nei, nei... ég kom sjálfum mér á óvart og vann.... eina og hálfa milljón held ég að vinningsféð hafi verið... en ég á eftir að telja allt klinkið
kv Vignir
aka Svavar Vignis
Já og svo má ekki gleyma að ég er að fara á tónleika með engum öðrum en goðsögninni Dr Alban á miðvikudaginn.... shit hvað ég er spenntur
Athugasemdir
Þið Matti eruð svo hugmyndaríkir og góðir menn að ég öfunda ykkur stundum allveg hrikalega mikið. Að fara í ljós og geta fengið sér Kjallarabollu með osti á eftir jafnvel bakaða í sólbekkjum úppúr sólarolíu er snilldar hugmynd. Ég sé að í Skjern er gott að vera, þangað vil ég fara og lifa sældarlífi Jafnvel opna Kleinuhringja búllu sem sér líka um að búa til spoilera fyrir glæsilega hnakkabíla.
kv. BVB
Björn Viðar (IP-tala skráð) 4.9.2007 kl. 15:40
Björn minn ég er ekki í nokkrum vafa um að það er markaður fyrir "kleinuhringja/spoiler búllu" hér í skjern. Þú gætir grætt milljónir á þessu... drífðu þig bara í næstu vél í sveitina.
Vignir Svavarsson, 4.9.2007 kl. 21:22
Vonlaust fyrir Islending ad afgreida i bakari, tok mig 3 ad panta helvede brød!
Samanber hja Jon Gnarr (gamlar lumur)
http://www.youtube.com/watch?v=j6OElVDNZ38
Gangi ykkur vel i vetur.
Handboltaaddandi.
Handboltaaddandi. (IP-tala skráð) 6.9.2007 kl. 20:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.