Mánudagur, 4. september 2006
jájá
Þjálfarinn er nýja nafnið mitt og vil ég byðja ykkur öll um að ávarpa mig sem þjálfarann hér eftir.
Alla mína stuttu lífsleið hef ég gert allt til að komast hjá því að þjálfa.... hef forðast það sem heitan eldinn. Sökum þess að ég ekki lyga-hæfur á dönsku, þá gat ég ekki logið mig útúr því að þjálfa einusinni í viku.
Fyrsta æfingin var í dag... gekk ágætlega. Við erum tveir að þjálfa og allir 8 krakkarnir höguðu sér þokkalega. Stutt kynning og svo tekið nokkrar boltaæfingar. Næsta æfing verðu útihlaup og lyftingar, svo tökum við fituprósentu-mælingu og "inteval-hlaup" á æfingunni eftir það svo verður farið í að fínpússa varnarleikinn og farið yfir kerfin...... í lok vetrar verður þetta bestu þjálfuðu 6 ára krakkar á landinu.
Fór á The Rolling Stones á sunnudaginn. 85 þúsund manns í Horsens og þvílíkann mannfjölda hef ég bara ekki áður séð á svona litlu svæði. Tónleikarnir voru glæsilegir og gömlumennirnir vita klárlega hvað þeir eru að gera, greinilegt að þetta var ekki í fyrsta skiptið sem þeir voru að gera þetta.... en gæti verið í síðasta, hver veit!!!
kv Þjálfarinn
Athugasemdir
"fituprósentu-mælingu og "inteval-hlaup"
Ég skil ekki nema helminginn af þessu!
Annars töff að sjá hrukkudýrin á sviði. Það hlýtur vera svipuð tilfinning og að fara í sirkus að horfa á Keith spila á gítar með götóttum handlegg.
Valur Grettisson (IP-tala skráð) 5.9.2006 kl. 11:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.