Föstudagur, 24. ágúst 2007
Já
32 símtöl, 115 tölvupóstar, 2 sms, 1 mms, 5 skeyti og 4 bréfdúfur.... Allt voru þetta áskoranir á mig að opna bakarí í skjern... eða reyndar ekki allt, ein bréfdúfan var Ashmal penna-vinnur minn, (það er allt gott að frétta af honum, hann var að eignast sína fyrstu geit, stór dagur fyrir Ashmal og fjölskyldu hans). En svo við snúm okkur aftur að bakaríunu... þá hugsaði ég þetta þannig ef þetta er það sem fólkið vill þá er það bakarí sem fólkið fær.
Alla vikuna er ég búinn að vera að gera fjárhagsáætlanir, skoða húsnæði, skoða hina ýmsu ofna, ráða bakara og allskonar bakarísdót... þetta var allt að smella, ég var kominn með allt sem þurfti til þess að hrinda þessu í framkvæmd... en þá áttaði ég mig á því að mér langaði frekar að opna sólbaðstofu og hætti við þetta allt saman.
Athugasemdir
Þetta er auðvitað ekki spurning, þú skellir þér í sólbaðstofubransann í Skjern. Það vantar pottþétt fleiri stofur. Hvað eru þær eiginlega margar 6 eða 7 eða fleiri?
Kveðja
Rósa Lyng
Rósa Lyng (IP-tala skráð) 25.8.2007 kl. 22:08
Hey...ég hélt að við ætluðum að vera saman í þessu bakarísteymi....ég baka og þú smakkar :)
Tinna (IP-tala skráð) 27.8.2007 kl. 14:14
Ég held þær séu 6 stofur hérna í bænum en ég er sannfærður um að það sé markaður fyrir allavega 7.
Tinna þú verður bara með mér í sólbaðstofubransanum í staðinn.. ég sé ekki fram á hvar þetta endar.. þetta verður stórt, risa stórt.
Vignir Svavarsson, 27.8.2007 kl. 19:14
hérna er tækifæri til að sameina þessi tvö áhugamál þín vignir , sólbaðsbakarí meina hvað gæti verið betra en að koma úr 45mín túrbó tíma allveg glansandi bleikur og skella svo í sig eins og einni vínarbrauðslengju eða jafnvel snúð og kókómjólk , held að þetta sé allveg no brain plans sko! , bara spurning hvernig geitunga þú vilt fá í kringum bakkelsið en við getum fundið það út síðar!! ;)
matti (IP-tala skráð) 28.8.2007 kl. 16:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.