Þriðjudagur, 29. ágúst 2006
jájá
Ég var að gera gríðarlega uppgvötun í matargerð... bjó til dýryndis samloku áðan, sem saman stóð af ristuðu brauði, osti, pesto og graflax. Ég bjóst nú ekki við miklu enda hafa svona tilraunir hjá mér oft farið beinnt í ruslið, en í þetta skiptið þá smakkaðist þetta líka svona rosalega vel og ég býst við að gera lokuna aftur.
Þessi samlokugerð mín minnti mig á þegar ég gerði hina umdeildu pizzu-böku. Þar var ég allgjörlega á heimavelli, nýbúinn að eignast blender og átti slatta af kaldri pizzu...... (ég veit þetta hljómar ekki vel, en mér fannst þetta þræl góð hugmynd á sínum tíma) Ég smellti sneiðunum í blenderinn ásamt osti og smá pizzasósu, skellti þessu svo öllu í eldfast mót, setti ost yfir og hennti þessu inn í ofn.
Ég skil eiginlega ekki hvað fór úrskeiðis... pizza er góð, ostur er góður, pizzusósa er fín, hvernig getur þetta klikkað.... kannski var málið að þetta var eins og að borða pizzu sem einhver annar var búinn að tyggja fyrir þig...... ekki ósennilegt, allavega þá var þetta smakkað og svo var restinni hennt.... ég prófaði allavega.
Var að spila NBA live við villa á ps2, held ég hafi alldrei upplifa aðra eins niðurlægingu. Ég á leikinn en hann er búinn að vera með hann undanfarinna daga og segist ekkert hafa spilað hann. Við setjumst í sófann og kveikjum á sjónvarpinu, byrjum leikinn og hann rúllar yfir mig. Ekki einu sinni, ekki tvistvar..... heldur fjórum sinnum. Eftir fjórða tapið rauk ég út í fússi, ég var brjálaður, kom heim og lamdi Jeppe til óbóta. Hann liggur í blóði sínu í gestaherberginu og grætur.
kv Vignir
Athugasemdir
hahahaha! Mótlætið í tölvuleikjheiminum er óbærilegt. Annars man ég eftir þessari ælupitsu. Held að það sé búið að spinna einhverskonar hryllingssögu í kringum hana hjá æsku Hafnarfjarðar. Byrjar svona: Varstu búin að heyra um ælupítsuna með hokkígrímuna?
Valur Grettisson (IP-tala skráð) 30.8.2006 kl. 14:45
Mér finnst það ekki skrítið, enda var þetta frekar ógeðslegt.... en mig minnir að þetta hafi ekki smakkaðst svo illa... bara leit hræðilega út.
Vignir Svavarsson, 30.8.2006 kl. 22:20
já held að þessi blessaða pítsu baka þín eigi eftir að lifa vel og lengi ... meina hvaða mannsbarn hefur ekki heyrt um þessa tilraun þína ;)
matthias arni ingimarsson, 31.8.2006 kl. 22:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.