jáú

Horfði á Blood Sport um daginn, hvað er hægt að segja... þetta er sennilega besta/versta mynd sem ég hef séð lengi.. uppfull af lélegum onelinerum og slökum bardögum en ég skemmti mér konunglega yfir þessari ræmu.

 Stórkostlegir hlutir að gerast í bakarísmálum hérna í skjern. Það voru 2 bakarí í bænum en nú er annað þeirra hætt og samkeppnin því eingin í rúnstykkjabransanum. Gárungar í bænum tala um að gæði rúnstykkjanna hafa versnað svo um munar, þeir segja einnig að rúnstykkin sem seld eru séu ekki einusinni bökuð á staðnum heldur bökuðu í Tarm og flutt til skjern.. þetta ástan í bænum hefur skapað mikinn óróa meðal íbúða og má búast við því að þetta verði eitt af "stóru málunum" í næstu bæjarstjórnarkosningum, en kosningarnar eru í ágúst 2009. 

Ég hef nú verið þekktur fyrir að baka svona við og við. Hef hennt í nokkrar bollur annað slagið og verið duglegur að skella í kökur fyrir kökubasar kvennfélags skátana. Svo hef ég nokkrum sinnum mætt með heit rúnnstykki á morgunæfingar fyrir strákana, því eins og allir vita er ég mikill morgun hani og finnst gott að nýta tímann á morgnanna til þess að baka. Allveg kjörið að nýta tímann.

Nú er komið að því að ég finn fyrir mikilli pressu frá bæjarbúum... já ég sagð pressu, það er góður meirihluti sem vill að ég kveiki á ofninum og fari að spila vinstri skyttu.

kv Vignir


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

það er alveg spurning um að skella upp einum Bakarís kofa vð innkeysluna á Violvej og byrja bara að moka út .... jafnvel að maður fá sumarvinnu hjá þér í bakstrinum hvað segiur um það??

matti (IP-tala skráð) 14.8.2007 kl. 16:48

2 Smámynd: Vignir Svavarsson

Ég sé um að baka og þú verður í afgreiðslunni.. þetta getur ekki klikkað.

Vignir Svavarsson, 14.8.2007 kl. 21:17

3 identicon

Sæll vinur, hvernig væri að þú færir bara í innfluttning á brauði frá Íslandi, verður örugglega ekki vera en það sem er á boðstólnum hjá ykkur núna.

Freyr (IP-tala skráð) 15.8.2007 kl. 22:15

4 identicon

Þú morgunhani!!!! Einmitt...!!! Annars gamann að sjá að þú ert hress og kátur.

Þórir (IP-tala skráð) 18.8.2007 kl. 18:42

5 identicon

gerum etta!!!

matti (IP-tala skráð) 20.8.2007 kl. 16:39

6 identicon

...gaman að sjá að menn eru komnir úr fríi....hef verið að fylgjast með,  svona í laumi....verð meira aktívur á næstu dögum.....það er ekkert að því að fá ilmandi rúnstykki úr Þarmi eða þá Limi....

Siggi litli Sörensen (IP-tala skráð) 24.8.2007 kl. 08:55

7 identicon

Bwahahahah þú ert óborganlegur Vignir!!!

Berglind Bjarnadóttir (IP-tala skráð) 24.8.2007 kl. 18:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband