jájá

Lítið nýtt í þessu fyrir utan að ég er orðinn pabbi, ég vann milljón dk kr í lottó, er búinn með kornfleksið, var að kaupa mér íbúð og er að fara að gifta mig..... nei nei allt lýgi nema kornfleksið (þarf að fara að versla). 

Er búinn að vera æfa á fullu, svona hefðbundið undirbúningstímabil. Miklar harðsperrur og mikil þreyta en þetta fer að róast. Það er æfingamót hér í skjern um helgina og við eigum leik á laugardagsmorgni kl 9. Ég er nú ekki þekktur fyrir að vera mjög ferskur á morgnanna og er ég því búinn að vera að undirbúa mig núna í 8 daga fyrir þessa skemmtulegu morgunstund.

Við hér í Skjern erum svo á leið í æfingarferð til íslands á mánudaginn. Við verðum á landinu í um eina viku. Fyrstu fimm dagarnir fara í æfingar laugarvatni og svo verður rúllað í bæinn á föstudeginum til að spila við Hauka, (sem ég er nokkuð spenntur fyrir). Ein æfing á laugardeginum og svo er frjáls tími ??? fram að brottför sem er í hádeginu á sunnudeginum.......

Helvítis baunirnar eru mjög spenntar fyrir íslandsferðinni og hafa ófáar spurningar um land og þjóð verið spurðar á síðastliðnum vikum... smá vonbrigði hvað þetta eru leiðinlegar spurningar sem ég hef fengið, var að vonast til að einhver mundi spyrja að einhverju fáranlegu, þá hefði ég ástæðu til að sparka í sköflunginn á spyrjandanum og hlaupa í burtu... en það er búinn að vera draumur hjá mér lengi, þ.e.a.s sparka í sköflunginn á baun og hlaupa í burtu.....

Ég er búinn að koma Jeppe fyrir í pössun hjá nágranna mínum, hann er allveg æfur yfir því að fá ekki að koma með og segist ætla að kaupa sér miða og elta mig til Íslands sem ég vona að hann geri ekki, því leiðinlegri mann er ekki hægt að hugsa sér...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: matthias arni ingimarsson

held að ég taki bara nýja Sandhandbolta liðið mitt líka í æfingaferð til íslands , eigum mikið eftir að læra þas allir hinir í liðinu :D heh

matthias arni ingimarsson, 13.8.2006 kl. 03:00

2 Smámynd: matthias arni ingimarsson

held að ég taki bara nýja Sandhandbolta liðið mitt líka í æfingaferð til íslands , eigum mikið eftir að læra þas allir hinir í liðinu :D heh

matthias arni ingimarsson, 13.8.2006 kl. 03:00

3 Smámynd: matthias arni ingimarsson

muna svo að skora bara í rétt mark í kvöld , kúturinn minn ;)

matthias arni ingimarsson, 18.8.2006 kl. 08:20

4 identicon

Sælir
Vantar sma greida fra ter meistari. Tid erud ad fara ad spila vid Sandefjord i vikunni og tu tarft ad koma godu hoggi a linumann teirra. Hann a tad alveg inni eftir leik helgarinnar hja okkur. Madur situr med glodurauga og sma skurd eftir hann. Eg treysti a ad tu reddir tessu
Kv
Kristinn Bjørgulfsson

Kristinn Bjørgulfsson (IP-tala skráð) 21.8.2006 kl. 08:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband