Mánudagur, 7. maí 2007
já
Búinn að vera í Ameríku undanfarna daga, hef komist að og séð ýmislegt
Fór í rússíbanagarð og komst að því að mér líkar ekkert sérstaklega vel við rússíbana, ég bara treysti þeim ekki.
Búinn að sjá róna brjóta spítu, setja bút upp að eyranu á sér og segja "farsími hellisbúanns"
Fór í "cake" partí með svona rauðum pappaglösum
Hoppaði mikið á trampólíni, gerði fram heljarstökk en þorði ekki að gera afturábak.
Fór á tónleikahátíð og komst að því að það er til eitthvað sem heitir of heitt veður.
Ef maður ætlar að kúka á svona hátíð þá gerir maður það á VIP svæðinu annað er bara rugl.
Það er leiðinlegt að sitja í flugvél... vissi það svo sem en fékk það endanlega staðfest.
Fór á mitt fyrsta hestamót og það með íslenskum hestum.
Borðaði mikinn mat og skrítinn, ef ég mundi búa í Ameríku væri ég 200 kíló.
Ferðaskrifstofa Matta er heimsins besta ferðaskrifstofa.
Tók námskeið í ljósmyndun og lærið að mastera fill flashið á nokkrum mínútum.
Fór að hjóla á Venic beach, var að leita að Hasselhoff og pamelu en fann þau ekki.
Týndi mydavélinni minni en það jákvæða við það er að Jeppe var með hana þannig að ég týndi honum líka... sem er gott.
Byrjaði með Reginu Spektor en hún hætti með mér leið og ég týndi myndavélinni... held hún hafi verið að nota mig til að komast nær Jeppe.
Þar hafið þið það... ekkert meira um ferðalagið að segja... eða hvað.
kv Vignir
Athugasemdir
Myndir maður! Komdu með myndir!
Valur
valur (IP-tala skráð) 7.5.2007 kl. 12:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.