Lost Rambó

Lost. Var að klára aðra seríu af Lost og ég er reiður. Það virðist sem þessi þáttur geti endalaust reynt á þolmörk mín varðandi sjónvarpsþætti, en sammt get ég ekki hætt að horfa. Fylgdist með fyrstu seríunni og var alltaf að bíða eftir svörum við öllum þeim spurningum sem vakna við áhorf á þessum þáttum, t.d. hvað varð um skrímslið og afhverju var ísbjörn á þessari eyju, eru skrímslið og ísbjörnin bara búin að hittast og eru búinn að loka sig af inn í einhverjum helli og eru að njóta skrimsla/ísbjarna ásta. Hver eru "Hitt fólkið" og þurfa þau virkilega að slá inn þessa talnarunu..... maður spyr sig......

Eftir að vera búinn að horfa á seríu tvö og fleiri ósvaraðar spurningar hlaðast upp, þá hef ég komist að þeirri niðurstöðu að handritshöfundar þessara þáttar hafa ekki hugmynd um hvert þeir eru að fara með þetta eða hvað þeir eru að skrifa.... þeir eru mjög líklega á eiturlyfjum............  við skulum bara slá því föstu að þeir eru fíklar sem eru ekki að á eiturlyfjum til að gleyma heldur til að skrifa næsta þátt....... fávitar. Ég lofa sjálfum mér því að ég ætla ALLDREI aftur að horfa á annann þátt af fallega fólkinu sem er fast á skrítnu eyjunni, þar sem "hitt fólkið" er og veika fólkið læknast... ALLDREI..... en alldrei segja alldrei.

Er núna búinn með allar Rambó myndirnar og þar er sko ekkert verið að flækja hlutina. Það er bara Rambó á móti vonduköllunum (sem eru yfirleitt Rússar) svo er þetta bara spurning um hvað Rambó drepur marga og hvernig og kallinn hann Rambó vinnur alltaf fyrir rest, þó stundum er það ansi tæpt. Kann að meta svona bíó þegar maður er búinn að vera að berja hausnum í vegg eftir hvern einast Lost þátt.

kv Vignir


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

já sæti lost er bara ekki að gera gott mót.. En OC er reyndar í A-liði

... (IP-tala skráð) 28.6.2006 kl. 08:25

2 Smámynd: Þórir Ólafsson

Vá hvað ég sé þig í "sigþórs" fíling að tuða yfir lost og svo í "Láka" fíling að horfa á rambó, með nærbuxurnar á hausnum og borðandi Norskt súkkulaði....ehhhehhheeehhhh....:)

Þórir Ólafsson, 28.6.2006 kl. 14:51

3 Smámynd: Vignir Svavarsson

Veistu Sigþór poppaði upp hérna í síðustu viku, var víst búinn að vera í Hvíta-Rússlandi að reka "skemmtistað" í allann vetur. Villi fékk alldeilis að heyra það frá drengnum og það er ekki hægt að segja annað en að þeir eru ekki vinir.....

Vignir Svavarsson, 28.6.2006 kl. 16:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband