jájá

Það eru stókostlegar fréttir héðan úr skjern. Ég get með hreinni samvisku sagt það að ég hef alldrei verið hamingjusamari.. ég var glaður þegar ég fékk fyrsta skaphárið og þegar ég fékk bílprófið en núna er ég í skýjunum, ég hefði alldrei getað trúað því að svona sterkar tilfinningar byggju í þessum líkama mínun. Gleðin er þvílík að ég er að spá í að gefa Jeppe pening... já, ég ætla að gera það gefa honum svona eins og fimmhundruð kall... djöfullsinns gleði, djöfullsinns hamingja.

Nú þið kannski eruð að velta því fyrir ykkur afhverju ég er svona glaður, svona hamingjusamur, svona ánægður, svona yfir mig þakklátur fyrir lífið og tilveruna... jú þannig er mál með vexti að það er að...... ég er svo glaður að þið trúið því ekki, gleði mín er svo mikil að ég gæti aflífað kettling með bros á vör, ekki það að ég mundi einhvertíman drepa kettling en ég er það glaður að ekkert gæti brotið niður þessa gleði sem ríkir í mínu hjarta....

Ég er svo glaður að ég er að spá í að kaupa svona afrískan krakka eða kannski ekki kaupa, frekar sponsora hann eða eitthvað, borga skólagöngu hans og hann sendir mér ljótar myndir sem hann hefur teiknað í staðinn.. eða er það ekki í tísku, ég geri allavegana svona góðverk í afríku, svona eitthvað eins og allir eru að gera núna, mér er allveg sama hvað það er ég vil bara gera góða hluti í afríku... gleðin leiðir mann ótrúlegar leiðir.... 

Þannig er mál með vexti að Nettó er að opna nýja búð hér í skjern, hún er bara hérna rétt handa við hornið hjá mér, hversu frábært er það... ég er yfir mig hamingjusamur. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingimar Ingimarsson

Þetta er ótrúlegt....það er verið að opna Nettó búð bara fyrir þig, bara fyrir Vigni...svona á að gera þetta...eða hvað gerðiru?...ég er nefnilega í Hveragerði og það er enginn Nettóbúð hér...við hvern talaðir þú sem er svona hátt settur...þið þarna dekurbörn Íslands í Danmörku...þetta er bara eins og með höfðingjasynina sem gerðu það að verkum að Íslendingar þurftu að taka kristna trú...annars er gaman að sjá þig hérna á netinu og takk fyrir að kommennta ;)

Ingimar Ingimarsson, 27.3.2007 kl. 00:32

2 Smámynd: Vignir Svavarsson

Nei Marri minn þakka þér og ég hafði ekkert með þetta Nettó dæmi að gera.

Vignir Svavarsson, 27.3.2007 kl. 12:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband