Föstudagur, 16. mars 2007
já
Gæti komið með einhverja rullu um afhverju ég hef ekkert skrifa hér...
gæti sagt að það sé búið að vera brjálað að gera....
eða að tölvan hafi bilað...
eða að skjern sé búið að vera rafmagnslaust...
eða að hamsturinn minn hafi pissað á tölvuna og ég hafi verið að þurka hana....
eða að Jeppe hafi stolið henni og selt til að borga skuldir...
eða að ég hafi einfaldlega ekki nennt því...
eða að ég sé búinn að vera í safarí-ferð í afríku... en ég ætla bara að sleppa því.
Föstudagskvöld og búinn að eyða hluta kvöldsins í að horfa á sjónvarpið með 2 mönnum sem eru báðir stærri en ég (já ég er minnstur í þessum ákveðna félagsskap). Þátturinn sem við vorum að horfa á var að sjálfsögðu bardagaþáttur með mikið af blóði og svita...
Nei við vorum að horfa á "So you think you can dans"...
Já þetta er staðreynd og ég skammast mín ekkert, ég hef ótrúlega gaman af dansi... þegar þátturinn var búinn settum við tónlist í græjurnar og fórum að æfa okkur... já ég er Vignir og ég æfi mig að dansa. Strákarnir fóru fljótlega eftir að þeir sáu að ég var ekki að grínast... einhverjum gæti þótt það fyndið að þrír tveggja metra menn á besta aldri séu að dansa í heimahúsi á föstudagskvöldi...mér fannst þetta fallegt.
Dans-tjáningarformið er í rauninni það besta sem hefur komið fyrir mig. Eftir að ég fann minn innri dans hefur mér alldrei liðið betur, Ég hef getað dansað burt reiðina, sorgina, gremjun, grimmdina og umleið dansað mig inn í hamingjusamara líf.
Eftir að strákarnir fóru gat ég bara ekki hætt. Ég dansaði mig sveittann, ég dansaði eins og enginn væri morgundagurinn.... núna tveimur tímum seinna er ég búinn að klára dansatriðið mitt sem ég samdi við lagið El Pico með Ratatat... ég hef alldrei trúað því að lykillinn að hamingju, fælist í þessum einföldu sporum "hliðar saman hliðar". Þessi litlu spor sem svo þróuðust út í eitthvað svo miklu miklu meira.
Ég set lagið í tónspilarann hér til hliðar og ég mæli með þvi að þið hækkið í tölvunni, standið upp og prófið þessi litlu spor "hliðar saman hliðar". Kannski endið þið með mér og svo mörgum öðrum dönsurum í undraheimi dansinns.
Með dans kveðju Vignir
a.k.a Quick Step
Athugasemdir
Skil þig.
Ég dansa til þess að gleyma...og þegar ég er reiður þá hendi ég mér á veggi og sveifla mér á ljósastaurum.
Kv. Valur
a.k.a. Cry me a riverdance
valur (IP-tala skráð) 19.3.2007 kl. 13:47
ok.... akkúrat.... jájá. Hef ég ekki alveg örugglega sagt þér að mér þykir vænt um þig?
kv. Íris
iris (IP-tala skráð) 20.3.2007 kl. 00:15
Hvað segir þú um að stofna danshóp? Við getum skorað á aðra hópa, til að mynda vondu dansgæjana í Breiðholti.
Fáum okkur svitabönd og joggingbuxur með breiðum teygjum um mittið. Hvað segiru?
Quick Step Riverdance!
valur (IP-tala skráð) 20.3.2007 kl. 10:35
Vignir - þú ert fyndnasti maður í heimi!!! hahahha
Dance away darling!
Kv. Svanhvít
Svanhvít (IP-tala skráð) 20.3.2007 kl. 12:33
Valur, ég veit ekki allveg hvort ég er tilbúinn að dansa á meðal fólks... þarf að finna minn eginn dans áður en ég læt vaða í danshóp... en ég er allgjörlega fylgjandi því að við sínum vondu breiðholtsgaurunum hvar Davíð lærði cha cha cha...
Þykir vænnt um þig líka íris.
Svanhvít ég þakka nafnbótina...
Vignir Svavarsson, 20.3.2007 kl. 13:49
DJöfull lýst mér vel á þetta. Ég ætla að senda Þóri til þín í helgarferð og þú kennir honum einhver spor:) Hann hefur ekkert gaman af því að dansa við mig gæti verið öðruvísi með þér!!! Kemur þá kannski líka breyttur maður til baka ef hann þá kemur eitthvað:)
Kv.
Margrét
Margrét (IP-tala skráð) 23.3.2007 kl. 21:11
Ég veit ekki hvort að það sé óhætt að senda hann til mín.. það vill oft verða þannig að þegar menn eins og Þórir taka fyrstu sporin þá geta þeir horfið aftur til fyrra lífs... það væri sennilega betra ef þú kæmir með honum...
Vignir Svavarsson, 23.3.2007 kl. 22:28
svo gæti þórir líka tekið ástfóstri við jeppe , meina þeir eru nú frá svipuðum bæjarfélögum ;) ...... vignir nýtt project bókahilli úr surf bretti !
matti (IP-tala skráð) 25.3.2007 kl. 14:22
Já við verðum að spá aðeins í þessu. En ég veit ekki hvort ég fíli það að hann fari eitthvað að spjalla við þennan Jeppe!!! Finnst hann hljóma eitthvað hálf crazy!! Gæti kannski orðið það slæmt að Þórir fari að líkjast honum og úff hvað geri ég þá!!
Margrét (IP-tala skráð) 27.3.2007 kl. 19:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.