Ópera frh.

Já það eru sorgartíðindi sem ég færi ykkur. Ég veit að flestir voru orðnir gríðar spenntir fyrir fleiri óperusögum en staðreyndin er sú (þó svo að einhverjir hafi haldið að ég væri að ljúga, sem ég var ekki), að það er búið að reka ísland úr óperunni....  Við komumst víst ekki á nógu margar æfingar til að leikstýran væri sátt... ég vill meina að þetta sé skandall. Loksins þegar hún fær óslípaða demanta í hendurnar þá kastar hún þeim frá sér eins og ekkert sé sjálfsagðara... hún veit ekki hvað hún er að fara á mis við helv... tí... 
Ísland hefur því ákveðið að setja upp sína eigin óperu í samkeppni við hina óperuna, Ópera þessi er frumsamin og ber nafnið "Hegðunarminstur hamstranna á hæstu hæðum hamingjunnar". Við stefnum að því að sýna í sturtu eftir allar æfingar í apríl. Aðgangseyrir er sama og enginn en snyrtilegur klæðnaður er æskilegur, hver sýning tekur reyndar aðeins 5 í sæti en stæði eru fyrir 15. Sama miðaverð er fyrir stæði og sæti og regla er fyrstir koma fyrstir fá........ Já og miðaverðið er eitt stk. Sál

Með söngkveðju
Vignir


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þettar er synd að heyra, ég var búin að panta far út og ætlaði að gera heimildarmynd um þetta.
Kv. B. Kormákur ( aka. Freyr Brynjars)

Freyr Brynjarsson (IP-tala skráð) 2.4.2006 kl. 16:22

2 Smámynd: Birkir Ívar Guðmundsson

Shit hvað þu ert leiðinlegur. VÁÁÁÁÁÁÁÁ

Birkir Ívar Guðmundsson, 3.4.2006 kl. 10:30

3 identicon

Sæll frændi, rakst á síðuna þína mér til mikillar ánægju. Hafði gaman af því að lesa um óperu fréttirnar, ætli þú hafir ekki röddina frá mér!!!! Kveðja Sigrún frænka í skotlandi

Sigrún (IP-tala skráð) 8.4.2006 kl. 20:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband