jú jú

Nýtt svæði, nýtt blogg, nýr maður og nýir tímar. Ákvað að færa mig hingað þar sem mér fannst svo flott að vera með slóðina vigni.blog.is, annars kann ég ekkert á þetta á víst að vera eitthvað sniðugra en hitt, jafnvel að maður setji inn myndir hér og eitthvað, skoða það seinna.

Ætli það sé ekki ágætt að byrja nýja tíma með því að segja frá plani mínu fyrir næsta sumar. Þetta verðu mitt fyrsta sumarfrí með sumarfíi (ef þið skiljið mig). Fæ einhverjar þrjár og hálfa vikur til að safna kröftum. Það sem ég er að plana og er svona að verða frágengið er að fara og vinna í sveit í sumarfríinu. Ég veit þetta hljómar eflaust fáranlega fyrir einhverjum en ég er virkilega spenntur fyrir þessu. Á mínum yngri árum fór ég alldrei í sveit (var ekki nógu óþekkur til að vera sendur þangað) en mér hefur alltaf langað að fara í sveit. Þannig að með hjálp góðra manna er næstum því búið að ganga frá því að ég komist að vinna í sveit í um tíu daga á íslandi í sumar.... Ég held/vona að þetta verði gaman, vinna mikið og fara helst á ball í félagsheimilinu með bóndanum. Vona að þetta gangi eftir.

Annars smá tíðindi af Jeppe, hann lést....

kv Vignir 


c_documents_and_settings_vignir_dokumenter_billeder_img_0066.jpg

Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Formenn

það er alltaf rétt að fylgja formönnum

Formenn, 17.3.2006 kl. 17:38

2 Smámynd: Þórir Ólafsson

Gaman í sveitinni... :)

Þórir Ólafsson, 17.3.2006 kl. 22:03

3 Smámynd: matthias arni ingimarsson

má ég koma með í sveitina get documentað Vix does the country side gæti verið skemmtilegt project til að collaborate samann

hvernig finnst þér óskar ármanns sletturnar mínar :D

nú ferð og finnur líkið af jeppe og blæst lífi í það ;)

já svona smá í lokinn , gæti bara verið að það kom mynd eftir mig í mojo heh

matthias arni ingimarsson, 18.3.2006 kl. 17:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband