jaa

Ef ég fengi krónu fyrir hvert skipti sem ég hef skrifað um sjónvarpsþættina Lost hérna þá ætti ég allavega 4 krónur.........    en allavega hundleiðinlegir þættir sem ég get ekki hætt að horfa á.

Nú er bakið nokkurnveginn komið í lag og fara þá sófa-smíðar að hefjast... er að fara til Frakkland á morgun og verð fram yfir helgi og stefni á að byrja á verkefninu "sófi 2007" á mánudaginn.

Stórfréttir úr tónlistarheiminum.......

Mega ultra techno-bandið Low var að gefa út plötu sem heitir "Drums and Guns", ég er búinn að pannta gripinn þar sem það virðist hálf ómögulegt að verða sér út um eitthvað með þessari hljómsveit á ólöglegan hátt, en það er bara gott mál. Plötur með svona eðalböndum á maður að kaupa og ekkert múður með það. Low eiga heiðurinn af einhverjum bestu tónleikum sem ég hef farið á og þeim einu sem ég hef fellt tár á..... nei, ég fór ekkert að gráta, það eru bara kjellingar og löggur sem væla..... ég er karlmaður, við grátum ekki.....

Annað mega band sem var að gefa út plötu er Trans Am... En ég sá þá fyrir einhverjum árum á Gauknum og þeir tónleikar eru ofarlega ef ekki efstir á sveitur-pungu-tónleika-listanum, transaðir tónleikar allveg....... Platann heitir "Sex Change", ég er ekki búinn að verða mér út um gribinn (að segja gribinn er svolítið eins og töff í staðinn fyrir bara plötuna, eða hvað... )og verður spennandi að heyra hvernig þeim félgögum hefur tekist til.

Myspace síður bandanna fyrir þá sem hafa áhuga og tóndæmi hér til hliðar http://www.myspace.com/low
http://www.myspace.com/transbandspace

kv Vignir 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband