jámm

Það er víst bolludagur í dag og hann er víst haldinn hátíðlegur hér í danmörku líka... vaknaði kl 7.15 við að dyrabjallan hringdi. Ég staulaðist á lappir og fór til dyra á nærbuxunum einum klæða... fyrir utan stóðu þrír strákar klæddir sem skytturnar þrjár og sungu fyrir mig eitthvað bollu-lag.... ég átti engar bollur, þannig að ég lét þá bara fá pening..... þeir virtust jafnvel sáttari við peninginn.

Eftir að ég staulaðist inn og áttaði mig á því hvað klukkan var og mig var ekki að dreyma, fór ég í það að baka bollur... sjö tímum seinna er ég búinn að baka 450 bollur gefa 400 og borða 50 sjálfur.

Það verður einhver töf á því að ég byrji á sófa-smíðum,  ég varð svo heppinn að togna í bakinu og ætla að ná mér allmennilega í bakinu áður en ég byrja að smíða.... en annars er allt klárt, búinn að hugsa hvernig ég ætla gera þetta og finna efni til að smíða úr.

kv Vignir 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Meiga svona háklasa íþróttamenn nokkuð borða bollur?

Khg (IP-tala skráð) 20.2.2007 kl. 21:57

2 Smámynd: Vignir Svavarsson

jújú ef það er nóg af rjóma á þeim þá er það í lagi.

Vignir Svavarsson, 20.2.2007 kl. 22:35

3 identicon

Haha:') ókei!!

Khg (IP-tala skráð) 21.2.2007 kl. 22:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband