jájá

Stay under the stars... er heitið á nýjum disk með færeyingnum honum Teit.  For að sjá hann í Esbjerg á laugardaginn, og stóð hann vel undir vænntingum, spilaði góða blöndu af nýja disknum og þeim gamla sem heitir Poetry and Aeroplanes. Þessir tónleikar höfðu einn galla að þeir voru á laugardegi, hefði verið meira til í að sjá hann á virkum degi þar sem maður hefði sloppið við spjallandi fyllibittur sem höfðu engan áhuga á að heyra tónlistina sem var í gangi. Stay under the stars, er plata þar sem Teitur lætur allt flakka meiri fjölbreytileiki er á þessari plötu en hans fyrri og er ég ekki frá því að þetta sé með þeim betri plötum sem gefðar hafa verið út á þessu ári.......... áfram Teitur. Takk fyrir og góða nótt.

Nú er ég að fara yfirgefa sveitina og stefni á að láta sjá mig í borg óttans á næstu dögum, ætla að sinna Grímkeli í mér, en það er lítill Grímkell í okkur öllum... þið skiljið þetta sem eigið að skilja þetta................  Sumarfríið er svona farið að taka á sig mynd, ég stefni að vinna í sveit í um viku slappa svo af í nokkra daga og fara svo eitthvað í sól áður er ég þarf að mæta aftur í sveitina.Svo er ég að spá í að æfa stíft í sumar, vera duglegur í lóðunum og hlaupum, væri þá í fyrsta skipti sem ég geri það, gaman að sjá hvort það skili einhverju fyir næsta tímabil eða hvort maður taki bara Gilzineggerinn á þetta og verði bara að lyfta fyrir ströndina........ maður spyr sig.

kv Vignir


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Formenn

Vissulega er einn lítill sætur Grímkell í okkur öllum, brýst þó mismikið út í mönnum, vertu duglegur og sinntu Grímkelinum þínum vel.

kv. Formaður B

Formenn, 15.5.2006 kl. 14:48

2 Smámynd: matthias arni ingimarsson

hva eingin 10 KFC kíló í sumar hvaða hvaða

anywho , farinn að kjósa laters

matthias arni ingimarsson, 15.5.2006 kl. 14:57

3 Smámynd: Einar Hólmgeirsson

hehe.. ég mæli bara með því að lyfta á bísepinn...hlaða byssurnar aðeins:)

Einar Hólmgeirsson, 15.5.2006 kl. 18:58

4 Smámynd: Birkir Ívar Guðmundsson

Vá getur þú veeeeeerið leiðinlegri!!!

NEI.

Birkir Ívar Guðmundsson, 18.5.2006 kl. 20:33

5 identicon

Vá er Birkir leiðinlegur að segja að þú sért leiðinlegur, enda er hann lang leiðinlegastur í heimi....

thoriro (IP-tala skráð) 21.5.2006 kl. 19:17

6 Smámynd: matthias arni ingimarsson

hélt að við hefðum komist að samkomulagi í fyrra að allir meðlimir MS væru leiðinlegir nema siggi, þas birkir og þórir ;)

hey vix ertu dauður???

matthias arni ingimarsson, 22.5.2006 kl. 20:22

7 Smámynd: Vignir Svavarsson

Það er rétt hjá þér mattías, að ALLIR meðlimir MS eru mjög leiðinlegir nema þá öðlingurinn Sigurður....

Ég er ekki allveg dauður, reyni að skrifa eitthvað hér mjög fljótlega.

Vignir Svavarsson, 23.5.2006 kl. 15:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband