Ég er að fara að smíða mér sófasett og ætla ég að gera því góð skil hér á blogginu... smíðar hefjast vonandi á morgun og ætla ég að henda inn myndum af gangi mála. Það er búið að stofna fyrirtæki í kringum þessa sófasmíðar mínar og má búast við að sófinn fari í fjöldaframleiðslu í sumar og ég græði milljónir.... já milljónir.

IMG_2662

 

Hér sjáið þið teikninguna af sófanum en hann er teiknaður af hinum heimsfræga innanhúsarkitekti Zen Luppé

 

 

 

 

 

 

 

Já það verður fjör á Violvej 12, Jeppe er búinn að bjóðast til að hjálpa mér við smíðarnar og hefur hann ekki verið svona spenntur síðan Olsen bræðurnir keyrðu í gegnum bæinn. Ég ætla nú að leyfa honum að hjálpa eitthvað til, rétta mér hamarinn og borvélina og svoleiðis..... kannski maður smelli mynd af okkur félögunum við vinnuna.... alldrei að vita.

Picture 1

 

þetta er fyrirtækið sem ætlar að fjöldaframleiða sófan ásamt framleiðslu á hinum ýmsu húsgögnum.

 

kv Vignir 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Getur þú líka smíðað svona lítinn spýtustrák fyrir mig. Helst með svolítið langt nef.

kv valur

valur (IP-tala skráð) 13.2.2007 kl. 16:46

2 identicon

fíla logoið, passar flott við bleiku röndina í stofunni, hahaha

vona að þú hafir það svakalega gott

puss och kram

Anna

Anna (IP-tala skráð) 16.2.2007 kl. 18:32

3 Smámynd: Vignir Svavarsson

Helst með langt nef........ ég sé hvað ég get gert.

Bíddu Anna hvað er að röndinni minni og hún er ekki bleik, ég er nú farinn að hafa áhyggjur af þér stelpa..... gæti verið að þú sért litblind??

Vignir Svavarsson, 18.2.2007 kl. 04:18

4 identicon

er hægt að leggja inn pantanir á sófum? Ég vill samt ekki að Jeppe komi nálægt smíðum á sófanum mínum.

Kv

Kiddi B

Kiddi B (IP-tala skráð) 19.2.2007 kl. 16:16

5 Smámynd: Vignir Svavarsson

Ég skoða öll tilboð, en ég verð að hafa allgjört listrænt frelsi við smíðarnar.... og ég get ekki lofað að Jeppi komi ekkert nálægt þessu hann er handlangarinn minn.

Vignir Svavarsson, 19.2.2007 kl. 17:55

6 identicon

svo tarf natturulega ad senda eikningar til USA til ad fa taer samtykktar

matti (IP-tala skráð) 19.2.2007 kl. 21:55

7 Smámynd: Vignir Svavarsson

jújú það þarf að samþykkja þetta allt saman

Vignir Svavarsson, 20.2.2007 kl. 00:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband